Guðs útvalda þjóð Brynhildur Björnsdóttir skrifar 4. júní 2010 06:00 Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri. Þessar sögur gerðust í landi sem hét Ísrael og voru um fólk sem hét gyðingar. Guð var alltaf að tala við gyðingana og lofa þeim allskonar ef þeir höguðu sér vel en samt var alltaf verið að reka þá burt úr landinu sínu og ýmist færa í ánauð til Egyptalands eða herleiða til Babýlon. Aumingja gyðingarnir. Skömmu seinna las ég svo Ívar hlújárn, þar sem gyðingastúlkan Rebekka var fórnfús, væn og fögur þrátt fyrir fordóma og andstreymi, og leikin af Elizabeth Taylor á ljósmyndunum sem prýddu bókina. Þá uppgötvaði ég líka að gyðingar hefðu hvergi átt heima öldum saman og verið útlægir og óvinsælir hvar sem þeir fóru. Aumingja gyðingarnir. Þegar sjónvarpsþættirnir um Helförina voru sýndir í sjónvarpinu horfði ég að sjálfsögðu ekki á þá enda efnið ekki talið hollt börnum. En ég vissi upp á hár um hvað þeir voru, hræðilega nasista sem tóku gyðingabörn og drápu þau og fjölskyldur þeirra og alla sem þau þekktu. Aumingja veslings gyðingarnir. En sem betur fer endaði raunasaga gyðinganna vel. Þeir fengu aftur landið sitt, fluttu þangað, reistu sér byggðir og bú í blómlausum eyðimerkursandi og undu svo glaðir við sitt. Nema hvað einhverjir vondir arabar voru alltaf að reyna að stela landinu þeirra frá þeim, enn einu sinni. Aumingja gyðingarnir. Ég var tíu ára þegar ég tjáði samúð mína yfir kvöldfréttunum og pabbi útskýrði fyrir mér að þetta væri ekki svona einfalt. Að áður en gyðingarnir eða Ísraelsmenn, eins og þeir hétu núna, hefðu fengið landið sitt aftur hefði önnur þjóð búið þar í tvö þúsund ár. Og nú væru aumingja gyðingarnir að sýna þeirri þjóð nákvæmlega sömu grimmd og þeir hefðu sjálfir mátt þola. Síðan ég var tíu ára eru liðin þrjátíu ár og ástandið í Palestínu hefur bara versnað. Alheimssamúðin sem Ísraelsmenn hafa baðað sig upp úr frá 1940 hlýtur að renna út bráðum. Ég legg til að heimurinn hætti að efna samviskubitsloforð sín við Ísraelsmenn þangað til þeir fara að haga sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun
Þegar ég var lítil var ég heilluð af Sögum Biblíunnar, tíu stórum bláum bókum sem amma keypti af farandsala. Þær voru gríðarlega myndskreyttar og þar voru hetjusögur af góðum vinum, spennusögur af barnsfórnum, hryllingssögur af konum sem skáru menn á háls og var hent út um glugga og hundar rifu í sig, og margar fleiri. Þessar sögur gerðust í landi sem hét Ísrael og voru um fólk sem hét gyðingar. Guð var alltaf að tala við gyðingana og lofa þeim allskonar ef þeir höguðu sér vel en samt var alltaf verið að reka þá burt úr landinu sínu og ýmist færa í ánauð til Egyptalands eða herleiða til Babýlon. Aumingja gyðingarnir. Skömmu seinna las ég svo Ívar hlújárn, þar sem gyðingastúlkan Rebekka var fórnfús, væn og fögur þrátt fyrir fordóma og andstreymi, og leikin af Elizabeth Taylor á ljósmyndunum sem prýddu bókina. Þá uppgötvaði ég líka að gyðingar hefðu hvergi átt heima öldum saman og verið útlægir og óvinsælir hvar sem þeir fóru. Aumingja gyðingarnir. Þegar sjónvarpsþættirnir um Helförina voru sýndir í sjónvarpinu horfði ég að sjálfsögðu ekki á þá enda efnið ekki talið hollt börnum. En ég vissi upp á hár um hvað þeir voru, hræðilega nasista sem tóku gyðingabörn og drápu þau og fjölskyldur þeirra og alla sem þau þekktu. Aumingja veslings gyðingarnir. En sem betur fer endaði raunasaga gyðinganna vel. Þeir fengu aftur landið sitt, fluttu þangað, reistu sér byggðir og bú í blómlausum eyðimerkursandi og undu svo glaðir við sitt. Nema hvað einhverjir vondir arabar voru alltaf að reyna að stela landinu þeirra frá þeim, enn einu sinni. Aumingja gyðingarnir. Ég var tíu ára þegar ég tjáði samúð mína yfir kvöldfréttunum og pabbi útskýrði fyrir mér að þetta væri ekki svona einfalt. Að áður en gyðingarnir eða Ísraelsmenn, eins og þeir hétu núna, hefðu fengið landið sitt aftur hefði önnur þjóð búið þar í tvö þúsund ár. Og nú væru aumingja gyðingarnir að sýna þeirri þjóð nákvæmlega sömu grimmd og þeir hefðu sjálfir mátt þola. Síðan ég var tíu ára eru liðin þrjátíu ár og ástandið í Palestínu hefur bara versnað. Alheimssamúðin sem Ísraelsmenn hafa baðað sig upp úr frá 1940 hlýtur að renna út bráðum. Ég legg til að heimurinn hætti að efna samviskubitsloforð sín við Ísraelsmenn þangað til þeir fara að haga sér.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun