Meðfylgjandi myndir voru teknar í Sambíó í Kringlunni í gærkvöldi þegar fjöldi íslenskra kvenna flykktist á frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City ll.
Myndin, sem fjallar um einn vinsælasta vinkvennahóp kvikmyndasögunnar, vakti gríðarlega lukku. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal bíógesta í lok sýningar.
Þá var öllum konunum boðið í eftirpartý í anda Sex and the City eftir sýninguna á veitingahúsinu Silfur í miðborg Reykjavíkur.

