Þrír kostir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. mars 2010 06:00 Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei. Menn verða að forðast að oftúlka niðurstöðuna, bæði hér heima og erlendis. Hún þýðir ekki að Ísland ætli ekki að standa undir innstæðutryggingunum vegna Icesave-reikninganna. Hún þýðir eingöngu að Ísland sættir sig ekki við kjörin og um þau þarf að ná nýju samkomulagi við Bretland og Holland, eins og reynt hefur verið á undanförnum vikum. Það er hins vegar fráleitt af forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gera lítið úr kjörsókninni í atkvæðagreiðslunni og gefa í skyn að hún þýði að almenningur hafi lítinn áhuga á málinu. Þvert á móti var kjörsóknin ágæt, bæði miðað við þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum löndum og miðað við þær atkvæðagreiðslur, sem fóru fram hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Það sýnir að þjóðin lætur sig Icesave-málið miklu skipta. Margir höfðu á orði í gær að niðurstaðan væri áfall fyrir ríkisstjórnina og hún væri rúin trausti. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar blöstu við fyrir löngu og þurfti ekki atkvæðagreiðsluna til að sýna fram á þá. Stjórnin getur ekki komið sér saman um ýmis mikilvægustu málin í endurreisninni. Stóriðjumál, önnur atvinnuuppbygging á vegum einkaframtaksins og Evrópumálin eru þar efst á baugi, fyrir utan Icesave-málið sjálft, sem hefur reynzt stjórninni þungt í skauti. Þrátt fyrir getuleysi ríkisstjórnarinnar á mörgum sviðum nýtur hún enn stuðnings um helmings kjósenda, samkvæmt könnunum. Það bendir til að stjórnarandstaðan hafi enn ekki náð vopnum sínum þrátt fyrir vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Innan stjórnarandstöðunnar er heldur ekki samstaða um kröfu um að boða til kosninga, eins og kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Forysta Sjálfstæðisflokksins, sem nú er stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum, vill sennilega fá ráðrúm til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis áður en flokkurinn telur sig tilbúinn í kosningaslag. Ríkisstjórnin á þrjá kosti í stöðunni. Hún getur í fyrsta lagi byrjað að haga sér eins og starfhæf ríkisstjórn og komið í gegn málum, sem órólega deildin innan Vinstri grænna hefur til þessa haldið í gíslingu. Hún á líka þann kost að gefast upp á verkefninu og boða til kosninga, en óvíst er að þær breyti valdahlutföllum flokkanna nógu mikið til að nýr, starfhæfur stjórnarmeirihluti verði til. Þriðji kosturinn er að ríkisstjórnin bjóði stjórnarandstöðunni upp á samstarf um lausn á ýmsum brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar. Góð byrjun væri að klára Icesave-málið sem allra fyrst og láta ekki samstöðuna bresta sem tekizt hefur með flokkunum undanfarnar vikur. Allur dráttur á lausn í málinu hefur gífurlegan kostnað í för með sér fyrir land og þjóð. Flokkarnir þurfa allir að sýna þá ábyrgð sem þarf til að koma því farsællega í höfn. Þá verða önnur mál vonandi líka auðveldari viðfangs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei. Menn verða að forðast að oftúlka niðurstöðuna, bæði hér heima og erlendis. Hún þýðir ekki að Ísland ætli ekki að standa undir innstæðutryggingunum vegna Icesave-reikninganna. Hún þýðir eingöngu að Ísland sættir sig ekki við kjörin og um þau þarf að ná nýju samkomulagi við Bretland og Holland, eins og reynt hefur verið á undanförnum vikum. Það er hins vegar fráleitt af forystumönnum ríkisstjórnarinnar að gera lítið úr kjörsókninni í atkvæðagreiðslunni og gefa í skyn að hún þýði að almenningur hafi lítinn áhuga á málinu. Þvert á móti var kjörsóknin ágæt, bæði miðað við þjóðaratkvæðagreiðslur í öðrum löndum og miðað við þær atkvæðagreiðslur, sem fóru fram hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Það sýnir að þjóðin lætur sig Icesave-málið miklu skipta. Margir höfðu á orði í gær að niðurstaðan væri áfall fyrir ríkisstjórnina og hún væri rúin trausti. Erfiðleikar ríkisstjórnarinnar blöstu við fyrir löngu og þurfti ekki atkvæðagreiðsluna til að sýna fram á þá. Stjórnin getur ekki komið sér saman um ýmis mikilvægustu málin í endurreisninni. Stóriðjumál, önnur atvinnuuppbygging á vegum einkaframtaksins og Evrópumálin eru þar efst á baugi, fyrir utan Icesave-málið sjálft, sem hefur reynzt stjórninni þungt í skauti. Þrátt fyrir getuleysi ríkisstjórnarinnar á mörgum sviðum nýtur hún enn stuðnings um helmings kjósenda, samkvæmt könnunum. Það bendir til að stjórnarandstaðan hafi enn ekki náð vopnum sínum þrátt fyrir vandræðaganginn á stjórnarheimilinu. Innan stjórnarandstöðunnar er heldur ekki samstaða um kröfu um að boða til kosninga, eins og kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Forysta Sjálfstæðisflokksins, sem nú er stærsti flokkurinn samkvæmt könnunum, vill sennilega fá ráðrúm til að bregðast við niðurstöðum rannsóknarskýrslu Alþingis áður en flokkurinn telur sig tilbúinn í kosningaslag. Ríkisstjórnin á þrjá kosti í stöðunni. Hún getur í fyrsta lagi byrjað að haga sér eins og starfhæf ríkisstjórn og komið í gegn málum, sem órólega deildin innan Vinstri grænna hefur til þessa haldið í gíslingu. Hún á líka þann kost að gefast upp á verkefninu og boða til kosninga, en óvíst er að þær breyti valdahlutföllum flokkanna nógu mikið til að nýr, starfhæfur stjórnarmeirihluti verði til. Þriðji kosturinn er að ríkisstjórnin bjóði stjórnarandstöðunni upp á samstarf um lausn á ýmsum brýnum hagsmunamálum þjóðarinnar. Góð byrjun væri að klára Icesave-málið sem allra fyrst og láta ekki samstöðuna bresta sem tekizt hefur með flokkunum undanfarnar vikur. Allur dráttur á lausn í málinu hefur gífurlegan kostnað í för með sér fyrir land og þjóð. Flokkarnir þurfa allir að sýna þá ábyrgð sem þarf til að koma því farsællega í höfn. Þá verða önnur mál vonandi líka auðveldari viðfangs.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun