Körfubolti

Nær Jeb Ivey ekki fyrri hálfleiknum? - vélinni frá Stokkhólmi hefur seinkað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jeb Ivey mætir líklega of seint á leikinn í kvöld.
Jeb Ivey mætir líklega of seint á leikinn í kvöld. Mynd/Anton
Það lítur út fyrir að Jeb Ivey ná aðeins seinni hálfleiknum með Snæfelli í kvöld í öðrum leiknum við Keflavík í úrslitaeinvígi Iceland Express deild karla. Snæfell þurfti að skipta um bandaríska leiksjórnandann sinn vegna meiðsla Sean Burton en það gekk illa að koma Ivey til landsins í tíma.

Flugvélin sem kemur með Jeb Ivey til landsins frá Stokkhólmi lendir ekki í Keflavík fyrr en klukkan 16.38 og vélinni hefur þegar seinkað um klukkutíma og 18 mínútur. Á lista yfir komutíma átti vélin að lenda klukkan 15.20 en nýjustu upplýisngar segja að hún lendi 16.38.

Það tekur um tvo og hálfan tíma í besta falli að keyra frá Keflavík til Stykkishólms sem þýðir að Ivey kemur líklega ekki í Fjárhúsið í Hólminum fyrr en í fyrsta lagi klukkan 19.30 því það tekur einnig tíma að komast út úr Leifsstöð.

Það á síðan eftir að koma í ljós hvaða áhrif allt stressið og ævintýrið í kringum komu Jeb Ivey hafi áhrif á Snæfellsliðið sem tapaði fyrsta leiknum með 19 stigum í Keflavík.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.15 í Fjárhúsinu í Stykkishólmi sama hvar Jeb Ivey verður staddur þá og er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×