Lífið

Fegurðin kemur innan frá

Jessica Simpson. MYND/Cover Media
Jessica Simpson. MYND/Cover Media

Jessica Simpson, 30 ára, segir að lykillinn að sannri fegurð sé að vera sátt við líkama sinn og sálina ekki síður.

Jessica viðurkennir að hafa verið í tilvistarkreppu meira og minna allt sitt líf því hún hafði stöðugar áhyggjur af því hvaða skoðanir aðrir höfðu á líkama hennar.

Þess vegna reyndi Jessica allt hvað hún gat til að líkjast Barbie.

„Við konur erum allt of oft með útlitið á heilanum. Að líta út eins og fullkomin Barbie-dúkka er ekki endilega það besta í stöðunni. Fegurð gengur út á að á vera fullkomlega sátt við sjálfa sig burtséð frá fatastærð eða kílóafjölda," lét Jessica hafa eftir sér í tímaritinu Lucky.

Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.