Ljósin úr svörtustu Afríku Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 21. desember 2010 06:00 Yfirleitt er afskaplega leiðinlegt að lesa um innflytjendamál eftir að allir urðu svo upplýstir að þeir hættu að geta alhæft nema á laun. Ég ætla samt sem áður að koma inn á þetta málefni og ekki nóg með það heldur ætla ég að alhæfa rétt eins og væri ég sýslumaður um miðja síðustu öld. Þannig er nefnilega mál með vexti að ýmsir innflytjendur hafa, satt best að segja, á sér óorð mikið hér á suður Spáni. Algengt er að heyra að hitt og þetta þorpið hafi verið öruggt og gott uns þesslendingar og hinlendingar komu til skjalana. Þá fjölgaði innbrotum, segja bæjarbúar, eiturlyfjamálum, slagsmálum og öllu því sem eitt bæjarfélag vill vera laust við. Algent er að heyra varnaðarorð á við þessi: "ekki láta krakkana fara þarna, það er fullt af þesslendingum þarna." Reyndar hefur ekki tekist að kenna hinum- og þesslendingum um kreppuna en þar skortir líklegast hugmyndunarflug frekar en vilja. Ekki nenni ég að gera grein fyrir því hvaðan hinlendingar og þesslendingar eru hinsvegar langar mig að tala um þann stóra hóp sem alveg hefur farið á mis við þetta slæma orðspor. Með reglulegu millibili heyrum við fréttir af svaðilförum fólks frá löndunum sunnan Sahara sem kemst yfir sundið og til Spánar við illan leik og hefur jafnvel horft á eftir ættingjum og vinum hverfa í hafið á þessu ferðalagi. En síðan heyrir maður ekki meira af þessu fólki, hvorki í glæpatíðindum né hjá illum tungum á torginu og gildir því hið fornkveðna að engar fréttir eru góðar fréttir. Reyndar er það svo að ég hef ekki heyrt nokkurn mann hallmæla þessu fólki, nema þá viðskiptamönnum úr tónlistarbransanum sem eru að agnúast út í þá fyrir að selji upptekna geisladiska á götum úti. Sunnan Saharabúar eru nefnilega hér í suðursveitum Spánar rómaðir fyrir að vera kurteisir, friðsælir með eindæmum og ljúfir á alla lund. Ég þekki reyndar fjölmarga þeirra og get alveg skrifað upp á þessa lýsingu. Það alveg með ólíkindum að geta komið með tvær hendur tómar í nýtt land, þar sem flestar dyr standa þér lokaðar og samt sem áður að verið eins og ljós. Svo ég haldi nú áfram að alhæfa vil ég tilnefna þennan hóp, frá þessum heimshluta sem áður var kallaður svartasta Afríka, bestu innflytjendurna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Jón Sigurður Eyjólfsson Skoðanir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Yfirleitt er afskaplega leiðinlegt að lesa um innflytjendamál eftir að allir urðu svo upplýstir að þeir hættu að geta alhæft nema á laun. Ég ætla samt sem áður að koma inn á þetta málefni og ekki nóg með það heldur ætla ég að alhæfa rétt eins og væri ég sýslumaður um miðja síðustu öld. Þannig er nefnilega mál með vexti að ýmsir innflytjendur hafa, satt best að segja, á sér óorð mikið hér á suður Spáni. Algengt er að heyra að hitt og þetta þorpið hafi verið öruggt og gott uns þesslendingar og hinlendingar komu til skjalana. Þá fjölgaði innbrotum, segja bæjarbúar, eiturlyfjamálum, slagsmálum og öllu því sem eitt bæjarfélag vill vera laust við. Algent er að heyra varnaðarorð á við þessi: "ekki láta krakkana fara þarna, það er fullt af þesslendingum þarna." Reyndar hefur ekki tekist að kenna hinum- og þesslendingum um kreppuna en þar skortir líklegast hugmyndunarflug frekar en vilja. Ekki nenni ég að gera grein fyrir því hvaðan hinlendingar og þesslendingar eru hinsvegar langar mig að tala um þann stóra hóp sem alveg hefur farið á mis við þetta slæma orðspor. Með reglulegu millibili heyrum við fréttir af svaðilförum fólks frá löndunum sunnan Sahara sem kemst yfir sundið og til Spánar við illan leik og hefur jafnvel horft á eftir ættingjum og vinum hverfa í hafið á þessu ferðalagi. En síðan heyrir maður ekki meira af þessu fólki, hvorki í glæpatíðindum né hjá illum tungum á torginu og gildir því hið fornkveðna að engar fréttir eru góðar fréttir. Reyndar er það svo að ég hef ekki heyrt nokkurn mann hallmæla þessu fólki, nema þá viðskiptamönnum úr tónlistarbransanum sem eru að agnúast út í þá fyrir að selji upptekna geisladiska á götum úti. Sunnan Saharabúar eru nefnilega hér í suðursveitum Spánar rómaðir fyrir að vera kurteisir, friðsælir með eindæmum og ljúfir á alla lund. Ég þekki reyndar fjölmarga þeirra og get alveg skrifað upp á þessa lýsingu. Það alveg með ólíkindum að geta komið með tvær hendur tómar í nýtt land, þar sem flestar dyr standa þér lokaðar og samt sem áður að verið eins og ljós. Svo ég haldi nú áfram að alhæfa vil ég tilnefna þennan hóp, frá þessum heimshluta sem áður var kallaður svartasta Afríka, bestu innflytjendurna.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun