Handbolti

Haukar fóru illa með Valsmenn í Meistarakeppninni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson.
Haukamaðurinn Björgvin Þór Hólmgeirsson. Mynd/Daníel
Haukar eru meistarar meistaranna annað árið í röð eftir 31-19 sigur á Val í Meistarakeppni HSÍ á Ásvöllum í kvöld og eru Haukar því áfram handhafar allra titla í boði í handbolta karla.

Haukarnir höfðu mikla yfirburði á móti Valsmönnum í kvöld en Hlíðarendapiltar höfðu þó þá afsökun að vera án nokkra sterkra leikmanna se eru á meiðslalistanum hjá þeim.

Haukar komust í 3-0 og í stöðunni 7-4 skoruðu þeir 9 mörk í röð og komust fyrir vikið í 16-4. Haukar voru síðan með 13 marka forustu í hálfleik, 20-7, og seinni hálfleikurinn var því aðeins formsatriði.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði 7 mörk fyrir Hauka og þeir Heimir Óli Heimisson og Þórður Rafn Guðmundsson voru með fimm mörk hvor. Valdimar Fannar Þórsson skoraði 6 mörk fyrir Valsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×