Leikkonan Gwyneth Paltrow hefur eignað sér heiðurinn að sambandi kántrísöngkonunnar Taylor Swift og leikarans Jake Gyllenhaal. Hvorugt hefur staðfest sambandið til þessa en parið á að hafa kynnst í matarboði hjá Paltrow og manni hennar Chris Martin.
„Ég hef þekkt Gyllenhaal lengi og hef mikið álit á honum og Chris þekkir Swift og okkur finnst þau passa mjög vel saman," segir Paltrow um meint samband en níu ára aldurmsunur er í sambandinu.
Gyllenhaal hefur verið einn af heitari piparsveinum í Hollywood og til að mynda verið í sambandi með leikkonunum Reese Witherspoon og Kirsten Dunst.
