Lífið

Steed Lord landar auglýsindadíl

Í meðfylgjandi mynskeiði má sjá meðlimi hljómsveitarinnar Steed Lord, söngkonuna Svölu Björgvinsdóttur og bræðurna Egil og Edda Eðvarðssyni, leika aðalhlutverk í auglýsingu skóframleiðandans WeSC. Bandið hefur leikið í mörgum auglýsingum fyrir þá. Þau eru samstarfsaðilar þessa fyrirtækis sem framleiðir fatnað og þau eru stílstar og samverkamenn þeirra ásamt leikurunum Peter Stormare úr Fargo og Jason Lee úr My name is Earl og fleiri listamönnum. Steed Lord eru partur af listamannasafni þessa fyrirtækis.

Hljómsveitin hefur meira en nóg að gera við að skapa og flytja rafmagnaða danstónlist með popp ívafi en meðlimir eru búsettir í Los Angeles.

„Við gáfum út okkar aðra stúdíó plötu Heart II Heart á iTunes í oktober 2010 og erum að fylgja henni eftir hérna í Bandaríkjunum eftir fimm vikna Evróputúr í september sem gekk mjög vel," segja meðlimir Steed Lord.

„Við vorum að klára að skjóta okkar annað myndband við lagið 123 If You Want Me hérna í LA sem kemur út í lok janúar. Við erum alltaf að spila gigg vítt og breitt um Bandaríkin og gefum út á okkar eigin plötufyrirtæki."

Hvað er svo framundan hjá ykkur? „ Við erum að vinna að næstu EP plötu sem verður gefin út í vor og fyrsta lagið af henni Don´t Hurt Love er að fá svakalega viðleitni á Soundcloud yfir 40.000 spilanir á þremur vikum."

Hér má sjá kynningarmyndband frá Evróputúr Steed Lord.

Steedlord.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.