Í Bóksölunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. september 2010 06:00 Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir nokkrum árum, fleiri en ég kæri mig um að muna, vann ég í Bóksölu stúdenta í nokkur misseri. Eins og gefur að skilja var álagið mest í upphafi haustannar; vikurnar á undan bárust fleiri hundruð tonn af kennsluritum og lagerinn minnti einna helst á völundarhús úr bókum. Stundum sótti sú tilfinning að mér að ég myndi hreinlega daga uppi í rangölum vísdómsins. Svo byrjuðu kúnnarnir að streyma að í þúsundavís; háskólafólkið - framtíð landsins. Sumir dálítið utan við sig. Mér fannst til dæmis alltaf dálítið merkilegt að meðan sveimhugarnir úr hugvísindagreinum voru yfirleitt með á hreinu hvaða bækur þeir áttu að kaupa, mættu merkilega margir úr rúðustrikuðu fögunum á borð við hagfræði og verkfræði með aðeins óljósar hugmyndir um hvaða rit þeir þyrftu að nálgast, til dæmis litinn á kápunni. „Já, ég er hérna sko að leita að nýrri bók, kennd í verkfræði á öðru ári. Ég held að hún sé gul?" Þetta er ekki fyrirspurnin sem þú vilt heyra við afgreiðsluborð klukkan korter í sex á föstudegi þegar tvö hundruð manna halarófa teygir sig alla leið út á stétt. Yfirleitt reyndi ég að gera mér upp yfirvegun þegar ég fékk svona fyrirspurnir, muldra „ójæja" og „óekki" til að virðast stóískur eins og Björn í Brekkukoti. Inni í mér langaði mig aftur á móti helst að stökkva yfir afgreiðsluborðið og berja viðkomandi í rot með gulri bók um verkfræði. Einn samstarfsfélagi minn var ekki jafn auðsveipur og ég gagnvart þeim sem voru mest úti á þekju og tileinkaði sér meiri hreinskiptni í samskiptum við þá. „Gul bók, segirðu," sagði hann og horfði rannsakandi á spyrjandann. „Og þú ert á leið í verkfræði?" „Já." „Og er þessi bók til prófs þar?" „Já, það held ég." „Þú átt sumsé að læra allt sem stendur í þessari gulu bók utanað og endurtaka það á prófi?" „Ja, eitthvað í þá áttina." Og þá kom lokahnykkurinn: „En þú manst ekki hvað stendur framan á bókinni?" Ef vel tókst til varð þetta til þess að kveikja réttmætar efasemdir hjá verkfræðingsefninu (eða hvað það nú var) um hvort það væri á réttri hillu í lífinu. Þannig getur hóflega kersknisfullur afgreiðslumaður í bókabúð vestur í bæ haft þerapítísk áhrif, verið ráðvilltum einstaklingum leiðarljós og stýrt þeim á farsælli mið tilverunnar. Það er jú ekki allt á sömu bókina lært.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun