Lífið

Fann ekki draumaprinsinn

Tilvonandi eiginmaður söngkonunnar Aliciu Keys þykir ekki góður pappír. nordicphotos/getty
Tilvonandi eiginmaður söngkonunnar Aliciu Keys þykir ekki góður pappír. nordicphotos/getty
Söngkonan Alicia Keys tilkynnti fyrir stuttu að hún ætlaði að ganga í hið heilaga með unnusta sínum, tónlistarmanninum Swizz Beatz. Það hefur þó komið á daginn að kauði er enginn draumaprins.

Keys á von á sínu fyrsta barni með Swizz Beatz, en hann á fyrir þrjú önnur börn með þremur konum. Eitt barnið á hann með fyrrum eiginkonu sinni, en Beatz var enn giftur maður þegar hann tók saman við Keys. Annað barnið á hann með gamalli kærustu og það þriðja með rússneskri söngkonu að nafni Jahna Sebastian og var það barn getið um svipað leyti og samband hans við Keys hófst.

Í nýlegu viðtali sagði Sebastian að Swizz Beatz væri sérlega afskiptalaus faðir og ber honum ekki vel söguna. Samkvæmt henni hefur Beatz aðeins hitt dóttur sína í eitt einasta sinn og það ver þegar hann mætti í faðernispróf og var Keys þá einnig með í för. Auk þess á Swizz Beatz aðeins einu sinni að hafa greitt meðlag til hennar og barnsins og svari sjaldan bréfum hennar.

Fyrrum eiginkona tónlistarmannsins hefur svipaða sögu að segja og segir hann hafa sýnt einstakt tilfinningaleysi þegar hann yfirgaf hana og nýfætt barn þeirra til að taka saman við Keys. Konurnar beina reiði sinni ekki aðeins að Beatz sjálfum heldur hefur Keys einnig fengið sinn skerf og hefur meðal annars verið uppnefnd hjónadjöfull. Keys og tilvonandi eiginmaður hennar þurfa því að takast á við ýmis vandamál strax í upphafi hjónalífsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.