Innlent

Jóli getur verið hættulegur bátum og skipum

Borgarísjakinn Jóli. Myndina tók veðurathugunarmaðurinn Jón Guðjónsson frá Litlu-Ávík sem er á Ströndum.
Borgarísjakinn Jóli. Myndina tók veðurathugunarmaðurinn Jón Guðjónsson frá Litlu-Ávík sem er á Ströndum.

Borgarísjaki, sem sést hefur frá Litlu-Ávík, norður á Ströndum, hefur nú færst austar og er nú um það bil 15 kílómetra NNA af Reykjaneshyrnu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu.

Íshrafl sem er í kringum jakann gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Landhelgisgælan útbjó kort sem sýnir staðsetningu borgaríssins.

Borgarísjaki sást frá Litlu Ávík fyrir jól, um það bil 12 kílómetra NNA af stöðinni og um það bil 6 kílómetra austur frá Selskeri eins og sést á myndinni sem Jón Guðjónsson, veðurathugunarmaður tók og var birt á vef Veðurstofunnar.

Á vef Bæjarins bestu, kemur fram að Jón hafi gefið borgarísjakanum nafnið Jóli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×