Málverk í íslenskum hellum 12. júlí 2010 11:30 Philip Gray með þrjár myndir sem hann málaði meðan á vikudvöl hans á Íslandi stóð.fréttablaðið/anton Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Írski listamaðurinn Philip Gray var staddur hér á landi á dögunum þar sem hann málaði myndir á hinum ýmsu stöðum. Landmannalaugar, Hekla og Silfra á Þingvöllum voru á meðal viðkomustaða. Philip Gray er fyrrum kafari í írska sjóhernum. Þetta er glaðbeittur náungi á miðjum aldri og hefur mikla ástríðu fyrir starfi sínu. Hann er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir að mála undir afar óvenjulegum kringumstæðum, til dæmis í kafi innan um hákarla og á Mount Everest, hæsta fjalli veraldar. Hann ákvað að koma til Íslands eftir að eldgosið í Eyjafjallajökli vakti athygli heimsbyggðarinnar og sér ekki eftir því. Yfirskrift málverkanna sem hann málaði hér á landi er What Lies Beneath, eða Það sem liggur undir yfirborðinu. „Hugmyndin er að nota orkuna í náttúrunni og yfirfæra hana á okkar eigið líf. Innra með okkur býr mikil orka og ástríða og stundum þarf fólk að fá tækifæri til að gjósa og sleppa fram af sér beislinu,“ segir Gray. Í vikulangri heimsókn sinni til Íslands, sem fyrirtækið Arctic Adventures skipulagði, skoðaði Gray hellana Leiðarenda og Búra, auk þess sem hann fór í Landmannalaugar, upp á Heklu og kafaði í Silfru á Þingvöllum. Á öllum þessum stöðum málaði Gray myndir sem hann ætlar að selja í Bretlandi. Hann reiknar með að um þrjú hundruð málverk verði í boði frá heimsókninni til Íslands hjá um það bil sextíu galleríum. Minnstu málverkin hans kosta um 700 pund og þau stærstu um 1.400 pund, eða yfir 250 þúsund krónur, og almennt seljast verkin hans mjög vel. Gray tekur einnig myndbönd af heimsóknum sínum til allra heimshorna og hefur breska ríkisútvarpið, BBC, meðal annars falast eftir því að búa til þáttaröð með honum. Ekki hefur verið ákveðið hvort af henni verður. Eins og áður segir hefur Gray málað neðansjávar innan um hákarla en hann segir það ekkert tiltökumál. Hann viðurkennir þó að hættan sé til staðar. „Ég hef verið ansi nálægt tígrishákörlum og þeir geta verið óútreiknanlegir. En þeir eru alltaf vel mataðir, þannig að maður getur kafað frekar nálægt þeim. Tveimur vikum áður en ég kafaði innan um tígris-hákarlana var kálfinn bitinn af einni konu sem var þar. Þetta á að vera öruggt umhverfi en maður veit aldrei.“ Tvær ferðir til viðbótar eru fyrirhugaðar hjá Gray á þessu ári. Fyrst flýgur hann til Kalkútta á Indlandi þar sem hann málar mynd til styrktar góðgerðarsamtökunum Hope Foundation. Eftir það fer hann í grunnbúðirnar á Mount Everest í annað sinn ásamt hópi þekktra Íra. Þar ætlar hann að kenna þeim að mála og verða verkin síðan boðin upp til styrktar sömu góðgerðarsamtökum. Gray á þó enn eftir að mála á toppi Everest. „Þetta er góð æfing en ef ég fengi eina ósk uppfyllta væri það að fara upp á tindinn og hafa nægan tíma til að mála þar málverk. Ég yrði fyrsti listamaðurinn til að mála á tindinum og það yrði hreint út sagt stórkostlegt.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira