Lífið

Til heiðurs Deep Purple

eyþór ingi Ætlar að heiðra hljómsveitina Deep Purple á Selfossi annað kvöld.
eyþór ingi Ætlar að heiðra hljómsveitina Deep Purple á Selfossi annað kvöld.

Söngvarinn Eyþór Ingi, sem sló í gegn í Bandinu hans Bubba, verður með tónleika til heiðurs rokksveitinni Deep Purple í Hvíta húsinu á Selfossi annað kvöld, föstudagskvöld.

Eyþór Ingi og félagar hafa haldið heiðurstónleika sem þessa víða um landið á árinu og fengið mjög góðar viðtökur. Hljómsveitina skipa auk Eyþórs þeir Andri Ívarsson, Arnar Hreiðarsson, Jón Ingimundarson og Gunnar Leó Pálsson.Að sögn Eyþórs hefur mikil vinna farið í að hafa tónleikana eins flotta og mögulegt er, enda ekki auðvelt að heiðra eins merka hljómsveit og Deep Purple.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.