Lífið

Ættleiðir tvo hunda

Leikkonan hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir vegna olíkulekans við Mexíkóflóa.
Leikkonan hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir vegna olíkulekans við Mexíkóflóa.
Strandvarðagellan fyrrverandi, Pamela Anderson, hefur ættleitt tvo hunda sem voru yfirgefnir í kjölfar olíulekans við Mexíkóflóa. Anderson er heiðursformaður dýraverndunarsamtakanna PETA og komst í mikið uppnám þegar hún frétti af því að fimmtíu hundar hefðu verið yfirgefnir eftir lekann.

Hún ákvað að ættleiða tvo þeirra en synir hennar Brandon og Dylan vildu ættleiða alla fimmtíu. „Fólk hefur ekki efni á að kaupa mat handa fjölskyldum sínum og þess vegna eru gæludýrin skilin út undan,“ sagði hún. Hundarnir tveir hafa verið nefndir í höfuðið á leikkonunum Ginu Lollobrigidu og Brigitte Bardot, sem eru í miklum metum hjá Anderson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.