Körfubolti

Pavel búinn að hækka sig í öllu þrjá leiki í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pavel Ermolinskij er farinn að finna sig í KR-liðinu.
Pavel Ermolinskij er farinn að finna sig í KR-liðinu. Mynd/Stefán

Pavel Ermolinskij var með glæsilega þrennu í 80-75 sigri KR á Fjölni í Iceland Express deild karla í gærkvöldi og hefur þar með hækkað í sig fimm helstu tölfræðiþáttunum í hverjum leik sínum með KR.

Pavel kom til KR fyrir skömmu og í framhaldinu ákvað liðið að láta Semaj Inge fara. Þetta var fyrsti leikurinn hans Pavels síðan að Inge naut ekki lengur við.

Pavel var með 13 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar í DHL-Höllinni í gær. Hann landaði þrennunni á mikilvægum tíma með því að gefa stoðsendingu á Darra Hilmarsson sem minnkaði munninn í 70-72 og átti síðan elleftu stoðsendinguna sína skömmu síðar á Brynjar Þór Björnsson sem kom KR yfir í 73-72.

Pavel er nálægt þrennunni að meðaltali í fyrstu þremur leikjum sínum með KR en hann hefur skoraði 8,7 stig, tekið 9,0 fráköst og gefið 8,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim.

1. leikur Pavels með KR

67-84 tap á móti Grindavík

3 stig

4 fráköst

6 stoðsendingar

1 stolinn bolti

1 í framlagi

2. leikur Pavels með KR

89-77 sigur á móti Njarðvík

10 stig

9 fráköst

8 stoðsendingar

2 stolnir boltar

17 í framlagi

3. leikur Pavels með KR

80-75 sigur á móti Fjölni

13 stig

14 fráköst

11 stoðsendingar

5 stolnir boltar

32 í framlagi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×