Lífið

Þarf að sigrast á nikótínfíkninni

Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni í kvennafangelsinu. Hún reykir að minnsta kosti tvo pakka á dag.
Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni í kvennafangelsinu. Hún reykir að minnsta kosti tvo pakka á dag.
Leikkonan Lindsay Lohan þarf að sigrast á sígarettufíkninni þegar hún verður lokuð inni í kvennafangelsi síðar í mánuðinum. Vinir hennar óttast mjög um hana.

Vinir leikkonunnar ógæfusömu, Lindsay Lohan, óttast að hún muni eiga erfiðast með að sigrast á nikótínfíkninni þegar hún verður fangelsuð fyrir að brjóta skilorðsbundinn dóm sinn.

Lohan, sem er nýorðin 24 ára, þarf að dúsa í allt að nítíu daga á bak við lás og slá eftir að hafa brotið skilorð sitt tvívegis. Hún mun dvelja í kvennafangelsi, þar sem stranglega er bannað að reykja. Náinn vinur Lohan segir að hún sé keðjureykingakona sem reyki að minnsta kosti tvo pakka á dag. Þess vegna gæti hún lent í miklum erfiðleikum með að hætta skyndilega að reykja. „Það fyrsta sem hún gerir á hverjum degi er að kveikja sér í sígarettu,“ sagði vinurinn. „Ég er satt best að segja mjög hræddur um Lindsay. Ég held að hún hafi ekki farið í gegnum heilan dag án sígarettu í mörg ár. Þetta er ekki eitthvað sem hún getur hætt einn, tveir og þrír. Þetta er alvarlegt vandamál.“

Lohan, sem hefur afplánun sína í Lynwood-fangelsinu í Los Angeles 20. júlí, hefur átt við vímuefnavanda að stríða undanfarin ár. Fyrir þremur árum var hún dæmd fyrir að aka undir áhrifum og þurfti hún að ganga um með ól um ökklann sem fylgdist með mögulegri áfengisneyslu hennar. „Ég er enn þá ung og er að læra en það þýðir ekki að allt sé satt sem fjölmiðlarnir segja um mig,“ sagði leikkonan í viðtali í síðasta mánuði.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.