Leikjavísir

Super Mario 25 ára í dag

Tölvuleikjaröðin um Mario er sú vinsælasta í sögunni.
Tölvuleikjaröðin um Mario er sú vinsælasta í sögunni.

Super Mario og félagar hans í samnefndum tölvuleikjum fagna 25 ára afmæli sínu í dag. 250 milljón leikir hafa verið seldir frá því fyrsti Mario leikurinn var gefinn út af Nintendo tölvuleikjarisanum og því er um að ræða vinsælustu tölvuleikjaröð í sögunni.

Aðalhetjan sjálf, ítalski píparinn Mario, hefur komið fram í rúmlega 200 tölvuleikjum frá því hann mætti fyrst á svæðið árið 1985.

Nýjasti leikurinn með Mario heitir Super Mario Galaxy 2 og fær hann fullt hús stiga hjá flestum gagnrýnendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.