Körfubolti

Helgi Jónas byrjar vel með Grindavíkurliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson Mynd/Daníel
Helgi Jónas Guðfinnsson byrjar vel með Grindavíkurliðið því Grindvíkingar hafa unnuð tvo fyrstu leiki leiki sína í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík vann níu stiga sigur á nýliðum KFÍ, 96-87, í hörkuleik í Röstinni í Grindavík í kvöld.

KFÍ var 55-54 yfir í hálfleik en Grindavík tók frumkvæðið í þriðja leikhluta og var skrefinu á undan út leikinn.

Grindavík lék án Páls Axel Vilbergssonar en það kom ekki að sök. Útlendingarnir Andre Smith og Ryan Pettinella átti báðir flottan leik, Smith var með 28 stig og 6 stoðsendingar en Pettinella var með 17 stig og 21 fráköst. Guðlaugur Eyjólfsson var stigahæsti Íslendingurinn með 12 stig.

Craig Schoen átti mjög góðan leik með KFÍ, skoraði 25 stig og gaf 9 stoðsendingar en hann var kominn með 18 stig og 6 stoðsendingar í hálfleik. Edin Suljic var með 21 stig fyrir KFÍ og Cark Josey skoraði 13 stig.

Grindavík-KFÍ 96-87 (21-23, 33-32, 21-15, 21-17)

Grindavík: Andre Smith 28/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ryan Pettinella 17/21 fráköst/3 varin skot, Guðlaugur Eyjólfsson 12/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ármann  Vilbergsson 11, Ómar Örn Sævarsson 10/7 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 6/5 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3, Helgi Björn Einarsson 2.

KFÍ: Craig Schoen 25/5 fráköst/9 stoðsendingar, Edin Suljic 21/9 fráköst, Carl  Josey 13/9 fráköst, Nebojsa Knezevic  10/12 fráköst, Darco Milosevic 8/4 fráköst, Pance Ilievski 5, Ari Gylfason 5/6 fráköst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×