Bylting pólitísku viðrinanna 31. maí 2010 06:00 Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi". Sjónvarpseðli framboðsinsÍ fyrstu virkaði þetta framboð á mann eins og sjónvarpsþáttur. Þetta var eins og leikinn (ó)raunveruleiki fullur af póstmódern-ískri kaldhæðni og innlifun áhorfendanna sterk: ef ég kýs Jón Gnarr þá verð ég fyndinn eins og Jón Gnarr. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar starfa þannig að þeir lofa kjósendum einhverju fyrir kosningar og svo koma þeir aftur eftir fjögur ár til að endurnýja umboð sitt til valda og segja: við lofuðum þessu og þessu og við höfum staðið við þetta og þetta - eða: við gátum ekki staðið við þessi og þessi loforð út af þessu og þessu. Við erum svona og svona og ef þið kjósið okkur fáið þið þetta og þetta. Þannig virkar lýðræðið. Gert er út á hið fyrirsjáanlega, það sem við þekkjum, því að það er álitið traust, og það er álitið mikilvægt í lýðræðisríkjum að kjósendur viti hverjum þeir ætla að fela valdið.Í fljótu bragði sýndist þessu öfugt farið með Jón Gnarr og Besta flokkinn: stuðningur kjósenda virtist vakinn af forvitni um það hvað gerðist ef hann yrði kosinn. Frambjóðandinn virkaði eins og leikari „í karakter". Framboðið varð eins og framhaldsmyndaflokkur og okkur lofað æsilegum næsta þætti með nýjum og óvæntum vindingum ef við styddum það. Og hvað nú? Óneitanlega er eitthvað brjálæðislegt við að kjósa til valda flokk sem lofar alls konar vitleysu og gefa honum þannig sjálfdæmi um efndirnar og stefnu sína. Það segir sína sögu um algjört hrun stjórnmálakerfisins.Jón Gnarr sagði á kosninganóttina að enginn þyrfti að vera „hræddur við Besta flokkinn, þá héti hann vondi flokkurinn, eða versti flokkurinn". Hannn sagðist líka halda að fólk væri hrætt við hið óþekkta en það væri óþarfi: „hið óþekkta er gott." Hið þekkta er vontÞetta hljómar allt svolítið ískyggilega. En þegar maður skoðar heimasíðu Besta flokksins sér maður að þetta er bylting póli-tísku viðrinanna. Maður sér líka að þetta er þrátt fyrir allt meiri meginstraumsflokkur en virtist í fyrstu; það er samhljómur með málflutningi hans og lífsviðhorfum fólks almennt - meiri en til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum sem leiddi þjóðina út í fen ofsa-frjálshyggju og græðgi. Besti flokkurinn segist aðhyllast norræna velferðarríkið - segir að vísu í framhaldinu að hann sé bara að þykjast vera með stefnu - sem kannski er djókur - og kannski ekki - en aðallega sýnist manni þetta raunverulega uppbyggilegt afl þegar maður les pistla frambjóðendanna sem virka líklegir til að þjóna borgarbúum af meiri alvöru en ýmsir aðrir frambjóðendur. Þetta er ekki bara Jokerinn og hirð hans. Hér er eitthvað annað í gangi ... Kannski fyrst og fremst það að þótt kjósendur þekki ekki það sem þeir vilja þá vilja þeir ekki það sem þeir þekkja.Í fjórflokkakerfinu eru fimm flokkar. Það gerist alltaf af og til í íslensku stjórnmálakerfi að fram kemur flokkur sem er á móti „fjórflokknum", fylkir öllum þeim óánægðu um „eitthvað nýtt": Kvennaframboðið, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki, Samtök Frjálslyndra og Vinstri manna ...En þetta er samt alveg nýtt. Aldrei hafa hin pólitísku viðrini myndað slíkt afl. Aldrei hefur sjálfu pólitíska kerfinu verið greitt slíkt högg. Skýringarnar eru einkum tvær: skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem flokkarnir brugðust seint og illa við - og virðast naumast farnir að lesa - og Icesave, sem varð til þess að fjórflokkurinn dó úr leiðindum einhvern tímann í fyrra. VG fer verst út úr því máli.Eitt í viðbót sem ekki má vanmeta: tungumálið. Nýjung Besta flokksins felst ekki síst í talsmát-anum - notkun tungumálsins. Með afbökunum á kosningaloforðum hefbundnu flokkanna - sem þeir hafa staðið algerlega ráðþrota gagnvart - náði Besti flokkurinn að afhjúpa trénaðar stofnanir, og venjulegt orðfæri og oft alveg ókórrétt sýndi lifandi hugsun sem þjóðin þráir.En næsti þáttur verður spennandi ... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi". Sjónvarpseðli framboðsinsÍ fyrstu virkaði þetta framboð á mann eins og sjónvarpsþáttur. Þetta var eins og leikinn (ó)raunveruleiki fullur af póstmódern-ískri kaldhæðni og innlifun áhorfendanna sterk: ef ég kýs Jón Gnarr þá verð ég fyndinn eins og Jón Gnarr. Hefðbundnir stjórnmálaflokkar starfa þannig að þeir lofa kjósendum einhverju fyrir kosningar og svo koma þeir aftur eftir fjögur ár til að endurnýja umboð sitt til valda og segja: við lofuðum þessu og þessu og við höfum staðið við þetta og þetta - eða: við gátum ekki staðið við þessi og þessi loforð út af þessu og þessu. Við erum svona og svona og ef þið kjósið okkur fáið þið þetta og þetta. Þannig virkar lýðræðið. Gert er út á hið fyrirsjáanlega, það sem við þekkjum, því að það er álitið traust, og það er álitið mikilvægt í lýðræðisríkjum að kjósendur viti hverjum þeir ætla að fela valdið.Í fljótu bragði sýndist þessu öfugt farið með Jón Gnarr og Besta flokkinn: stuðningur kjósenda virtist vakinn af forvitni um það hvað gerðist ef hann yrði kosinn. Frambjóðandinn virkaði eins og leikari „í karakter". Framboðið varð eins og framhaldsmyndaflokkur og okkur lofað æsilegum næsta þætti með nýjum og óvæntum vindingum ef við styddum það. Og hvað nú? Óneitanlega er eitthvað brjálæðislegt við að kjósa til valda flokk sem lofar alls konar vitleysu og gefa honum þannig sjálfdæmi um efndirnar og stefnu sína. Það segir sína sögu um algjört hrun stjórnmálakerfisins.Jón Gnarr sagði á kosninganóttina að enginn þyrfti að vera „hræddur við Besta flokkinn, þá héti hann vondi flokkurinn, eða versti flokkurinn". Hannn sagðist líka halda að fólk væri hrætt við hið óþekkta en það væri óþarfi: „hið óþekkta er gott." Hið þekkta er vontÞetta hljómar allt svolítið ískyggilega. En þegar maður skoðar heimasíðu Besta flokksins sér maður að þetta er bylting póli-tísku viðrinanna. Maður sér líka að þetta er þrátt fyrir allt meiri meginstraumsflokkur en virtist í fyrstu; það er samhljómur með málflutningi hans og lífsviðhorfum fólks almennt - meiri en til dæmis hjá Sjálfstæðisflokknum sem leiddi þjóðina út í fen ofsa-frjálshyggju og græðgi. Besti flokkurinn segist aðhyllast norræna velferðarríkið - segir að vísu í framhaldinu að hann sé bara að þykjast vera með stefnu - sem kannski er djókur - og kannski ekki - en aðallega sýnist manni þetta raunverulega uppbyggilegt afl þegar maður les pistla frambjóðendanna sem virka líklegir til að þjóna borgarbúum af meiri alvöru en ýmsir aðrir frambjóðendur. Þetta er ekki bara Jokerinn og hirð hans. Hér er eitthvað annað í gangi ... Kannski fyrst og fremst það að þótt kjósendur þekki ekki það sem þeir vilja þá vilja þeir ekki það sem þeir þekkja.Í fjórflokkakerfinu eru fimm flokkar. Það gerist alltaf af og til í íslensku stjórnmálakerfi að fram kemur flokkur sem er á móti „fjórflokknum", fylkir öllum þeim óánægðu um „eitthvað nýtt": Kvennaframboðið, Bandalag Jafnaðarmanna, Þjóðvaki, Samtök Frjálslyndra og Vinstri manna ...En þetta er samt alveg nýtt. Aldrei hafa hin pólitísku viðrini myndað slíkt afl. Aldrei hefur sjálfu pólitíska kerfinu verið greitt slíkt högg. Skýringarnar eru einkum tvær: skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem flokkarnir brugðust seint og illa við - og virðast naumast farnir að lesa - og Icesave, sem varð til þess að fjórflokkurinn dó úr leiðindum einhvern tímann í fyrra. VG fer verst út úr því máli.Eitt í viðbót sem ekki má vanmeta: tungumálið. Nýjung Besta flokksins felst ekki síst í talsmát-anum - notkun tungumálsins. Með afbökunum á kosningaloforðum hefbundnu flokkanna - sem þeir hafa staðið algerlega ráðþrota gagnvart - náði Besti flokkurinn að afhjúpa trénaðar stofnanir, og venjulegt orðfæri og oft alveg ókórrétt sýndi lifandi hugsun sem þjóðin þráir.En næsti þáttur verður spennandi ...
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun