Brimsölt hasargella Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. ágúst 2010 00:01 Salt er blautur draumur hasarmyndafíkla. Salt Leikstjóri: Phillip Noyce Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Liev Schreiber, Chiwetel Ejiofor Þráhyggjukennd dýrkun mín á Angelinu Jolie er ekkert feimnismál og ég fer aldrei ofan af því að þegar kemur að fegurð og kynþokka þá er Angelina náttúruafl enda er hún bæði í lífi og starfi tálkonan holdi klædd. Hún er seiðandi, með tælandi augnaráð, munúðarlegustu varir veraldarsögunnar og við skulum ekkert hætta okkur í að ræða fleiri líkamshluta í þessu siðprúða blaði en það er ágætt að lesa þessa rýni með Angelinu-komplexinn minn í huga. Angelina er bara þannig leikkona að maður gæti setið sem límdur og horft á hana í tvær klukkustundir að gera nákvæmlega ekki neitt. Þetta er þó ekki tilfellið í Salt og hún situr sko aldeilis ekki auðum höndum í þessum þétta spennupakka. Angelina er kynnt til leiks sem hin ljóshærða Evelyn Salt sem er toppnjósnari og sérfræðingur í Rússlandsdeild CIA. Einn góðan veðurdag hrynur tilvera hennar, sem einhvers konar James Bond með stór brjóst og kyssulegar varir, á nokkrum augnablikum þegar rússneskur uppljóstrari valsar inn á skrifstofu CIA. Þegar Salt yfirheyrir hann heldur skúrkurinn því fram að Salt sé í raun rússneskur gagnnjósnari sem hafi það verkefni að kála forseta Sovétríkjanna þennan sama dag á meðan sá er staddur í New York. Vinnufélagar Salt vilja enga sjénsa taka og hyggjast loka hana inni þar til sannleikurinn kemur í ljós. Okkar kona er nú síður en svo til í að hanga í varðhaldi og leggur á æsilegan flótta. Hún er síðan hundelt af kollegum sínum og enginn veit hvað henni gengur til en flest bendir þó til þess að hún hafi hrokkið í rússagírinn og ætli að ganga frá Sovétforsetanum. Salt fer huldu höfði og smýgur í gegnum öll net leyniþjónustunnar og þegar henni tekst loksins að lita hárið á sér svart byrjar ballið fyrir alvöru. Þá er Angelina eins og við viljum hafa hana mætt í öllu sínu veldi. Hún er baneitruð hasareglla sem gerir allt það sem strákarnir, Bruce Willis, Daniel Craig, Matt Damon og allir þessir gaurar, hafa verið að gera nema kannski bara með töluvert meiri stíl og þokka. Salt er í raun svolítið fyrirsjáanleg og gamaldags spennumynd í nútímabúningi þar sem ekkert er gefið eftir í sprengingum, bílaeltingarleikjum, skotbardögum og slagsmálum. Og þótt sagan sé þvæla þá býr hún yfir meiri sjarma og er um margt rökréttari en gengur og gerist í myndum af þessu sauðahúsi. Leikararnir eru flestir fínir og Liev Schreiber er háréttur maður til að leika yfirmann Salt. Noyce er brokkgengur leikstjóri sem á að baki slatta af hasarmyndum og veit hér alveg upp á sína tíu fingur hvað hann er að gera. Helstu persónur eru kynntar til leiks hratt og örugglega og svo er allt gefið í botn og aldrei slegið af þannig að Salt er blautur draumur hasarmyndafíkla. Hér eru meira að segja krúttlegar vísanir í From Russia With Love og First Blood og Angelina gefur kempum þeirra mynda sko ekki þumlung eftir. Niðurstaða: Fjórar stjörnur. Hörkufín hasarmynd sem er þeim góða kosti gædd að miðaldra fólk getur haldið þræðinum þótt ekki skorti hamaganginn. Frekar fyrirsjáanleg en það kemur ekki að sök þar sem þetta er bara stuð. Og já, svo er Angelina í henni! Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Salt Leikstjóri: Phillip Noyce Aðalhlutverk: Angelina Jolie, Liev Schreiber, Chiwetel Ejiofor Þráhyggjukennd dýrkun mín á Angelinu Jolie er ekkert feimnismál og ég fer aldrei ofan af því að þegar kemur að fegurð og kynþokka þá er Angelina náttúruafl enda er hún bæði í lífi og starfi tálkonan holdi klædd. Hún er seiðandi, með tælandi augnaráð, munúðarlegustu varir veraldarsögunnar og við skulum ekkert hætta okkur í að ræða fleiri líkamshluta í þessu siðprúða blaði en það er ágætt að lesa þessa rýni með Angelinu-komplexinn minn í huga. Angelina er bara þannig leikkona að maður gæti setið sem límdur og horft á hana í tvær klukkustundir að gera nákvæmlega ekki neitt. Þetta er þó ekki tilfellið í Salt og hún situr sko aldeilis ekki auðum höndum í þessum þétta spennupakka. Angelina er kynnt til leiks sem hin ljóshærða Evelyn Salt sem er toppnjósnari og sérfræðingur í Rússlandsdeild CIA. Einn góðan veðurdag hrynur tilvera hennar, sem einhvers konar James Bond með stór brjóst og kyssulegar varir, á nokkrum augnablikum þegar rússneskur uppljóstrari valsar inn á skrifstofu CIA. Þegar Salt yfirheyrir hann heldur skúrkurinn því fram að Salt sé í raun rússneskur gagnnjósnari sem hafi það verkefni að kála forseta Sovétríkjanna þennan sama dag á meðan sá er staddur í New York. Vinnufélagar Salt vilja enga sjénsa taka og hyggjast loka hana inni þar til sannleikurinn kemur í ljós. Okkar kona er nú síður en svo til í að hanga í varðhaldi og leggur á æsilegan flótta. Hún er síðan hundelt af kollegum sínum og enginn veit hvað henni gengur til en flest bendir þó til þess að hún hafi hrokkið í rússagírinn og ætli að ganga frá Sovétforsetanum. Salt fer huldu höfði og smýgur í gegnum öll net leyniþjónustunnar og þegar henni tekst loksins að lita hárið á sér svart byrjar ballið fyrir alvöru. Þá er Angelina eins og við viljum hafa hana mætt í öllu sínu veldi. Hún er baneitruð hasareglla sem gerir allt það sem strákarnir, Bruce Willis, Daniel Craig, Matt Damon og allir þessir gaurar, hafa verið að gera nema kannski bara með töluvert meiri stíl og þokka. Salt er í raun svolítið fyrirsjáanleg og gamaldags spennumynd í nútímabúningi þar sem ekkert er gefið eftir í sprengingum, bílaeltingarleikjum, skotbardögum og slagsmálum. Og þótt sagan sé þvæla þá býr hún yfir meiri sjarma og er um margt rökréttari en gengur og gerist í myndum af þessu sauðahúsi. Leikararnir eru flestir fínir og Liev Schreiber er háréttur maður til að leika yfirmann Salt. Noyce er brokkgengur leikstjóri sem á að baki slatta af hasarmyndum og veit hér alveg upp á sína tíu fingur hvað hann er að gera. Helstu persónur eru kynntar til leiks hratt og örugglega og svo er allt gefið í botn og aldrei slegið af þannig að Salt er blautur draumur hasarmyndafíkla. Hér eru meira að segja krúttlegar vísanir í From Russia With Love og First Blood og Angelina gefur kempum þeirra mynda sko ekki þumlung eftir. Niðurstaða: Fjórar stjörnur. Hörkufín hasarmynd sem er þeim góða kosti gædd að miðaldra fólk getur haldið þræðinum þótt ekki skorti hamaganginn. Frekar fyrirsjáanleg en það kemur ekki að sök þar sem þetta er bara stuð. Og já, svo er Angelina í henni!
Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira