Á konukvöldinu Bleika boðið sem haldið var í Háskólanum í Reykjavík á vegum Krabbameinsfélagsins í gærkvöldi seldu og kynntu Íris Jónsdóttir og Ingunn Ingvadóttir kærleikslúta sem þær hönnuðu til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Íris og Ingunn eiga og reka fyrirtækið Spiral hönnun sem framleiðir klútana í samvinnu við Merkiprent. Í meðfylgjandi myndskeiði sýna þær okkur hvernig hægt er að nota klútana á óteljandi vegu.