Lífið

Lék í The Hangover til að kaupa dóp

Mike Tyson. MYND/Cover Media
Mike Tyson. MYND/Cover Media

Mike Tyson, 44 ára, notaði launin sem hann fékk greidd fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Hangover í eiturlyfjakaup.

Mike lék í kvikmyndinni The Hangover árið 2009 ásamt leikaranum Bradley Cooper.

Nú hefur hann talað opinberlega um fíknina og eiturlyfjakaupin en hann leitaði stöðugt að fjármagni fyrir ólögleg lyf til endursölu. Þannig fjármagnaði hann eigin neyslu.

„Ég tók að mér hlutverkið til að kaupa meira dóp. Til stóð að selja það síðan og græða fullt af peningum í kjölfarið," sagði Mike í útvarpsþætti í Las Vegas.

Mike var kærður fyrir að vera með kokaín og fleira óæskilegt í blóði sínu árið 2007. Í dag hefur hann snúið við blaðinu og leggur sig fram við að lifa heilbrigðara lífi.

Vertu með okkur á Facebook.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.