Lífið

Natalie Portman ólétt

Natalie Portman ásamt Benjamin.
Natalie Portman ásamt Benjamin.

Leikkonan Natalie Portman er ólétt auk þess sem hún trúlofaðist á dögunum. Hinn heppni er Ísraelskur balletdansari búsettur í Bandaríkjunum. Hann heitir Benjamin Millepied.

Natalie Portman í hlutverki sínu í kvikmyndinni The Black Swan.

Þau kynntust við gerð kvikmyndarinnar The Black Swan sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda víða um heim en það er snillingurinn Darren Aronofsky sem leikstýrði myndinni.

The Black swan fjallar einmitt um balletdansmær, sem Portman leikur. Benjamin samdi dansinn og var henni innan handar í myndinni. Portman á von á sér í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.