Handbolti

FH fór illa með Fram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH.
Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH. Mynd/Anton

FH er komið í úrslitaleik deildarbikarkeppni karla eftir öruggan sigur á Fram í undanúrslitum í kvöld, 40-31.

FH-ingar náðu snemma undirtökunum í leiknum og var staðan í hálfleik, 17-13, þeim í vil.

Síðari hálfleikurinn var svo aldrei spennandi en FH náði mest tólf marka forystu.

FH mætir annað hvort Akureyri eða Haukum í úrslitunum en leikur liðanna hefst klukkan 21.15 í íþróttahúsinu í Strandgötu í Hafnarfirði.

Fram - FH 31-40 (13-17)

Mörk Fram: Andri Berg Haraldsson 7, Magnús Stefánsson 4, Einar Rafn Eiðsson 4, Haraldur Þorvarðarson 3, Jóhann Karl Reynisson 3, Halldór J. Sigfússon 2, Kristján S. Kristjánsson 2, Hákon Stefánsson 2, Grétar Már Garðarsson 1, Matthías Daðason 1, Róbert Aron Hostert 1, Elías Bóasson 1.

Mörk FH: Halldór Guðjónsson 10, Ólafur Guðmundsson 8, Baldvin Þorsteinsson 6, Ásbjörn Friðriksson 5, Atli Rúnar Steinþórsson 4, Benedikt Kristinsson 3, Bjarki Jónsson 1, Þorkell Magnússon 1, Brynjar Geirsson 1, Sigurgeir Árni Ægisson 1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×