Hrægammalýðræði Davíð Þór Jónsson skrifar 11. desember 2010 06:00 Upp á síðkastið hefur verið rætt um að landsbyggðin eigi ekki nema þrjá fulltrúa á nýkjörnu stjórnlagaþingi. Þess hefur sérlega verið getið sem áhyggjuefnis að Austurland eigi þar engan fulltrúa. Þá er litið framhjá því að íbúar Austurlands hefðu hæglega getað fyllt stjórnlagaþingið ef þeir hefðu haft döngun í sér til að gera tvennt: Í fyrsta lagi að bjóða sig fram. Í öðru lagi að mæta á kjörstað. En þetta tal ber svo skýran vott um úreltan afdalahugsunarhátt og forneskjulegan lýðræðisskilning, að ég get ekki orða bundist. Reyndar er mér svo mikið niðri fyrir að ég verð að fá að brýna raustina og æpa staðreyndir málsins. Þær eru þessar: LANDSBYGGÐIN Á ENGAN FULLTRÚA Á STJÓRNLAGAÞINGI! EKKI FREKAR EN HÖFUÐBORGIN! EKKI FREKAR EN KARLAR EÐA KONUR, FATLAÐIR, ALDRAÐIR EÐA ÖRYRKJAR! EKKI FREKAR EN LÆKNAR, LÖGFRÆÐINGAR EÐA GUÐFRÆÐINGAR! EKKI FREKAR EN RAUÐHÆRÐIR EÐA SKÖLLÓTTIR! ÞJÓÐIN Á TUTTUGU OG FIMM FULLTRÚA ÞAR! PUNKTUR! Stjórnlagaþinginu er ætlað að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem grunngildi þjóðarinnar komi fram. Ný stjórnarskrá á með öðrum orðum að tryggja frelsi, jafnrétti og réttlæti. Í því felst, án þess að taka þurfi það fram sérstaklega, að frelsið, jafnréttið og réttlætið verður að vera allra jafnt. Jafnrétti og réttlæti sem einn nýtur umfram annan er ekki jafnrétti og réttlæti heldur misrétti og óréttlæti. Þessum markmiðum náum við aldrei ef við höldum við því hrægammalýðræði, sem geip um að hinir og þessir „eigi" fulltrúa á þingum, er svo lýsandi fyrir. Í því felst sá skilningur að fulltrúarnir raða sér í kring um hræið og reyna að rífa í sig sem mest af því, til að berjast fyrir því að engin tægja af frelsi, jafnrétti eða réttlæti, sem hefði getað orðið þeirra, lendi í gogginum á öðrum. Án þess að hafa kynnt mér það nákvæmlega sýnist mér að hálffimmtugir, hvítir, gagnkynhneigðir, kristnir karlmenn á höfuðborgarsvæðinu eigi engan fulltrúa á stjórnlagaþingi. Ég hef þó engar áhyggjur af því. Frelsi mitt og jafnrétti er nefnilega nákvæmlega hið sama og frelsi og jafnrétti þeldökkra, hundheiðinna lesbía utan af landi á öllum aldri, hvorki einni tægju meira né minna. Það sem skiptir máli er að á þinginu sitji samhentur hópur réttsýnna einstaklinga. Kynferði, aldur, búseta, kynhneigð og annað sem nota má til að kljúfa hópinn í fylkingar kemur málinu ekkert við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Ólafsfjörður og Dalvík: Kraftaverk að enginn hafi látið lífið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson Skoðun Sérfræðingar í vonlausum aðstæðum Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar. Takið eftir Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson Skoðun Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Upp á síðkastið hefur verið rætt um að landsbyggðin eigi ekki nema þrjá fulltrúa á nýkjörnu stjórnlagaþingi. Þess hefur sérlega verið getið sem áhyggjuefnis að Austurland eigi þar engan fulltrúa. Þá er litið framhjá því að íbúar Austurlands hefðu hæglega getað fyllt stjórnlagaþingið ef þeir hefðu haft döngun í sér til að gera tvennt: Í fyrsta lagi að bjóða sig fram. Í öðru lagi að mæta á kjörstað. En þetta tal ber svo skýran vott um úreltan afdalahugsunarhátt og forneskjulegan lýðræðisskilning, að ég get ekki orða bundist. Reyndar er mér svo mikið niðri fyrir að ég verð að fá að brýna raustina og æpa staðreyndir málsins. Þær eru þessar: LANDSBYGGÐIN Á ENGAN FULLTRÚA Á STJÓRNLAGAÞINGI! EKKI FREKAR EN HÖFUÐBORGIN! EKKI FREKAR EN KARLAR EÐA KONUR, FATLAÐIR, ALDRAÐIR EÐA ÖRYRKJAR! EKKI FREKAR EN LÆKNAR, LÖGFRÆÐINGAR EÐA GUÐFRÆÐINGAR! EKKI FREKAR EN RAUÐHÆRÐIR EÐA SKÖLLÓTTIR! ÞJÓÐIN Á TUTTUGU OG FIMM FULLTRÚA ÞAR! PUNKTUR! Stjórnlagaþinginu er ætlað að skrifa nýja stjórnarskrá þar sem grunngildi þjóðarinnar komi fram. Ný stjórnarskrá á með öðrum orðum að tryggja frelsi, jafnrétti og réttlæti. Í því felst, án þess að taka þurfi það fram sérstaklega, að frelsið, jafnréttið og réttlætið verður að vera allra jafnt. Jafnrétti og réttlæti sem einn nýtur umfram annan er ekki jafnrétti og réttlæti heldur misrétti og óréttlæti. Þessum markmiðum náum við aldrei ef við höldum við því hrægammalýðræði, sem geip um að hinir og þessir „eigi" fulltrúa á þingum, er svo lýsandi fyrir. Í því felst sá skilningur að fulltrúarnir raða sér í kring um hræið og reyna að rífa í sig sem mest af því, til að berjast fyrir því að engin tægja af frelsi, jafnrétti eða réttlæti, sem hefði getað orðið þeirra, lendi í gogginum á öðrum. Án þess að hafa kynnt mér það nákvæmlega sýnist mér að hálffimmtugir, hvítir, gagnkynhneigðir, kristnir karlmenn á höfuðborgarsvæðinu eigi engan fulltrúa á stjórnlagaþingi. Ég hef þó engar áhyggjur af því. Frelsi mitt og jafnrétti er nefnilega nákvæmlega hið sama og frelsi og jafnrétti þeldökkra, hundheiðinna lesbía utan af landi á öllum aldri, hvorki einni tægju meira né minna. Það sem skiptir máli er að á þinginu sitji samhentur hópur réttsýnna einstaklinga. Kynferði, aldur, búseta, kynhneigð og annað sem nota má til að kljúfa hópinn í fylkingar kemur málinu ekkert við.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Niðurgreidd sálfræðiþjónusta án sálfræðinga, hvernig hljómar það? Kristbjörg Þórisdóttir ,Edda Sigfúsdóttir Skoðun