Alexander og Anna Úrsúla handknattleiksfólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2010 15:45 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik með Íslandi á EM. Mynd/Ole Nielsen Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Alexander Petersson Handknattleiksmann og Handknattleikskonu ársins 2010 en bæði átti þau flott ár bæði með sínum félagsliðum sem og með íslensku landsliðunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er 25 ára gömul, fædd 1. maí 1985. Anna er alinn upp í KR sem síðar varð Grótta KR og lék hún þar alla yngri flokkana, síðan lá leið hennar til Levanger í Noregi en síðastliðin 5 ár hefur hún leikið með Stjörnunni, Gróttu og liði Vals sem hún varð Íslandsmeistari með á síðasta keppnistímabili. Hún leikur stórt hlutverk í kvennalandsliði Íslands sem komst í úrslit Evrópumeistaramótsins nú í Desember. Anna leikur stöðu línumans og er mikill keppnismaður sem skilar ávallt sínu og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd. Þá hefur Anna leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 145 mörk. Alexander Petersson.Mynd/DienerAlexander Petersson er 30 ára gamall, fæddur 2.júlí 1980. Alexander hóf að leika handknattleik í Lettlandi en kom til Íslands árið 1998 og gekk til liðs Gróttu KR.Með Gróttu KR lék Alexander í sjö ár en þá fór hann út til Þýskalands og gekk til liðs við Grossvaldstadt en í framhaldi af því hefur Alexander leikið með Flensborg og nú í haust gekk hann til liðs Fuchse Berlin og hefur Alexander átt stóran þátt í velgengni liðsins. Árið 2004 fékk Alexander Íslenskan ríkisborgararétt og var í kjölfarið valinn í Íslenska landsliðið og varð hann strax einn af "Strákunum okkar". Alexander er geysilega mikill íþróttamaður og hefur hann heillað íslensku þjóðina með sinni frammistöðu. Alexander hefur verið einn af lykil leikmönnum Íslenska karlalandsliðsins og á stóran þátt í stórkostlegum árangri þess á undanförnum árum. Alexander hefur leikið 109 landsleiki og skorað í þeim 429 mörk. Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira
Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur útnefnt Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur og Alexander Petersson Handknattleiksmann og Handknattleikskonu ársins 2010 en bæði átti þau flott ár bæði með sínum félagsliðum sem og með íslensku landsliðunum. Þetta kemur fram á heimasíðu HSÍ.Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er 25 ára gömul, fædd 1. maí 1985. Anna er alinn upp í KR sem síðar varð Grótta KR og lék hún þar alla yngri flokkana, síðan lá leið hennar til Levanger í Noregi en síðastliðin 5 ár hefur hún leikið með Stjörnunni, Gróttu og liði Vals sem hún varð Íslandsmeistari með á síðasta keppnistímabili. Hún leikur stórt hlutverk í kvennalandsliði Íslands sem komst í úrslit Evrópumeistaramótsins nú í Desember. Anna leikur stöðu línumans og er mikill keppnismaður sem skilar ávallt sínu og er öðrum handknattleikskonum glæsileg fyrirmynd. Þá hefur Anna leikið 62 landsleiki og skorað í þeim 145 mörk. Alexander Petersson.Mynd/DienerAlexander Petersson er 30 ára gamall, fæddur 2.júlí 1980. Alexander hóf að leika handknattleik í Lettlandi en kom til Íslands árið 1998 og gekk til liðs Gróttu KR.Með Gróttu KR lék Alexander í sjö ár en þá fór hann út til Þýskalands og gekk til liðs við Grossvaldstadt en í framhaldi af því hefur Alexander leikið með Flensborg og nú í haust gekk hann til liðs Fuchse Berlin og hefur Alexander átt stóran þátt í velgengni liðsins. Árið 2004 fékk Alexander Íslenskan ríkisborgararétt og var í kjölfarið valinn í Íslenska landsliðið og varð hann strax einn af "Strákunum okkar". Alexander er geysilega mikill íþróttamaður og hefur hann heillað íslensku þjóðina með sinni frammistöðu. Alexander hefur verið einn af lykil leikmönnum Íslenska karlalandsliðsins og á stóran þátt í stórkostlegum árangri þess á undanförnum árum. Alexander hefur leikið 109 landsleiki og skorað í þeim 429 mörk.
Íslenski handboltinn Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ Sjá meira