Handbolti

Björgvin og félagar á leið í sextán liða úrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll.
Björgvin Páll.

Björgvin Páll Gústavsson og félagar í svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen eru komnir með annan fótinn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á danska liðinu AaB, 34-31.

Ingimundur Ingimundarson og félagar í AaB eru í harðri baráttu við Kadetten um fjórða sætið í riðlinum en staða Kadetten er afar sterk eftir þennan sigur.

Björgvin átti ekki sérstakan dag í markinu að þessu sinni en félagi hans í marki Kadetten átti mjög góðan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×