Dalvík í 60 milljónum farsíma 27. desember 2010 10:00 Dan Bornstein, sem ber ábyrgð á því að nafn Dalvíkur hefur fengið þessa ótrúlegu útbreiðslu, heimsótti Dalvík fyrir tveimur árum. Bæjarstjórinn Svanfríður Inga gleðst yfir því að nafn bæjarins sé orðið svona útbreitt. Takið eftir bolnum sem Bornstein klæðist. Hann sýnir Eyjafjörð, en hann er framleiddur af Google. „Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Sjá meira
„Mér finnst þetta rosalega skemmtilegt,“ segir Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkurbyggðar. Nafn Dalvíkur er nú að finna í fleiri en sextíu milljónum farsíma um allan heim. Markaðssetningin hefur þó verið sveitarfélaginu algjörlega kostnaðarlaus, enda hafði bæjarráð ekkert að gera með ákvörðunina. Dalvík er nefnilega nafn á svokallaðri Java-sýndarvél símastýrikerfisins Android frá Google. Android er eitt af vinsælustu símastýrikerfum heims um þessar mundir, en 60 milljónir Android-síma seldust á þessu ári. Dalvík Java-sýndarvélin er órjúfanlegur hluti af Android, þó að fæstir notendur átti sig almennilega á tilgangi vélarinnar. Þegar leitað er eftir upplýsingum um Android er Dalvíkurnafnið aldrei langt undan. Ekki er nóg með það, heldur er yfirleitt tekið fram að vélin sé nefnd eftir sjávarþorpi á Íslandi. Svanfríður er afar ánægð með það. „Dalvík eitt og sér segir engum neitt, en ef því er bætt aftan við að þetta sé íslenskt sjávarþorp fer þetta að fá svolitla merkingu. Það er auðvitað mjög skemmtilegt fyrir okkur hér,“ segir hún. Dalvík Java-sýndarvélin er skrifuð af hugbúnaðarverkfræðingnum Dan Bornstein. sem starfar hjá Google. Hann hefur einhvern óútskýranlegan áhuga á Dalvík og nefndi vélina í höfuðið á bænum áður en hann hafði svo lítið sem stigið fæti á íslenska grund, en hann bætti úr því fyrir rúmum tveimur árum. Bornstein segir bæinn hafa staðist væntingar sínar. „Ég kom til bæjarins viku eftir fiskidaga með kærustunni minni,“ segir hann. „Við fórum í sund og skemmtum okkur mjög vel. Það var ekki mikið um að vera í bænum þannig að við nýttum bæinn sem eins konar höfuðstöðvar og fórum í ferðir til Mývatns, á Akureyri og út í Grímsey.“ Spurður hvort samstarfsfélagarnir hjá Google hafi áhuga á Dalvík eftir að þeir fóru að sjá nafninu bregða fyrir í vinnunni segir hann þá vita talsvert meira um bæinn en áður. „Ég er reyndar sá eini sem hefur komið til Dalvíkur,“ segir hann. En er möguleiki á því að starfsmenn Google fari í hópferð til Dalvíkur? „Ég vildi að ég hefði slík áhrif. En mig langar mjög mikið að heimsækja bæinn á ný.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Sjá meira