Lífið

Hættir að drekka á tónleikum

Bresku strákarnir eru hættir að drekka sig fulla áður en þeir stíga á svið.
Bresku strákarnir eru hættir að drekka sig fulla áður en þeir stíga á svið.
Jamie Reynolds, bassaleikari og söngvari The Klaxons, segir að hljómsveitin spili núna edrú á öllum tónleikum. Þetta ákváðu þeir félagar eftir að hafa unnið með upptökustjóranum Ross Robinson við gerð annarrar plötu sinnar, Surfing the Void.

Reynolds telur að þessi ákvörðun hafi gert The Klaxons að betri tónleikasveit, en þeir félagar spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni 2006 í Hafnarhúsinu. „Við áttuðum okkur á því að við getum spilað þessi lög allsgáðir og náð fram því besta í þeim. Áður fyrr hljómuðu þau eins og lestarslys,“ sagði Reynolds. Spurður hvort það hafi verið meðvituð ákvörðun að drekka ekki áður en þeir færu á svið sagði hann: „Nei, við ákváðum þetta eiginlega eftir að hafa unnið með Ross. Ég meina, þannig tókum við upp plötuna og þessi hugsun hélt áfram þegar við fórum að spila lögin af henni. Núna hljóma öll gömlu lögin betur og þessi nýju hljóma líka frábærlega. Við erum mjög spenntir fyrir komandi tímum.“

Surfing the Void kemur út 23. ágúst. Fyrsta plata sveitarinnar, Myths of the Near Future, kom út 2007 og vann hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.