Lífið

Vill alls ekki léttast meira

Jennifer Hudson. MYND/Cover Media
Jennifer Hudson. MYND/Cover Media

Leik- og söngkonan Jennifer Hudson, 28 ára, er hætt að vera stöðugt í megrun því hún vill ekki verða horuð en hún æfir fimm sinnum í viku og borðar hollan mat.

Jennifer, sem hefur farið niður um fimm kjólastærðir, er ákveðin í því að hætta að vera stöðugt á einhverjum megrunarkúr.

„Ég vil alls ekki léttast meira en ég vil halda áfram að styrkjast og ég tek það fram að þú munt aldrei sjá mig grindhoraða," segir Jennifer í tímaritinu InStyle Makeover.

Jennifer, sem eignaðist sitt fyrsta barn, David, í ágúst í fyrra, viðurkennir að eftir að hún grenntist svona mikið getur hún ekki hætt að versla sér ný föt.

Jennifer æfir fimm sinnum í viku með einkaþjálfara sér við hlið og passar upp á mataræðið samhliða æfingunum.

Um þessar mundir vinnur hún við tökur á kvikmynd sem ber heitið Winnie og fjallar um ævi fyrrverandi eiginkonu Nelson Mandela.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.