Körfubolti

Snæfell Íslandsmeistari í körfubolta árið 2010

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona var stemningin í Keflavík í kvöld.
Svona var stemningin í Keflavík í kvöld. Mynd/Daníel

Snæfell tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla er liðið vann ótrúlegan yfirburðasigur á Keflavík, 69-105, í oddaleik liðanna suður með sjó.

Það var ótrúleg byrjun Snæfells sem lagði grunninn að sigrinum. Liðið skoraði 30 stig án þess að klúðra skoti og leiddi eftir fyrsta leikhlutann, 19-37.

Snæfell leit aldrei til baka eftir það og Keflavík átti engin svör við frábærum leik þeirra.

Snæfell er því tvöfaldur meistari í ár en liðið vann einnig bikarkeppnina.

Nánar verður fjallað um leikinn ásamt viðtölum á Vísi síðar í kvöld.

Keflavík-Snæfell 69-105

Keflavík: Uruele Igbavboa 23/6 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 10, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 9/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 7, Gunnar Einarsson 6, Nick Bradford 6/7 stoðsendingar, Jón Nordal Hafsteinsson 5, Davíð Þór Jónsson 2, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 1.

Snæfell: Hlynur Bæringsson 21/15 fráköst/6 stoðsendingar, Martins Berkis 18/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 17, Jeb Ivey 13/4 fráköst/7 stoðsendingar, Jón Ólafur Jónsson 12/6 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 9/6 fráköst, Páll Fannar Helgason 3, Gunnlaugur Smárason 2,










Fleiri fréttir

Sjá meira


×