Skylduáhorf fyrir netverja Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2010 07:00 Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Nordicphotos/Getty Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.
Mest lesið „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flott klæddir feðgar Tíska og hönnun Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Lífið Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Liam Payne lagður til hinstu hvílu Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Hvernig hætti ég að feika það? Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira