Skylduáhorf fyrir netverja Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2010 07:00 Aðstandendur heimildarmyndarinnar Catfish mega vera ánægðir með myndina, sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Nordicphotos/Getty Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt. Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Bíó Catfish Leikstjóri: Nev Schulman og Henry Joost Sýnd á Haustbíóhátíð Græna ljóssins í Bíó Paradís Heimildarmyndin Catfish er með einhverjum óvæntasta söguþræði sem ég hef orðið vitni að í kvikmyndahúsi. Og raunar er saga aðalpersónunnar Nev Schulman lyginni líkust. Catfish ætti auðvitað að vera sýnd öllum þeim ungmennum sem vilja tengjast ókunnugu fólki á Facebook því á þessari ágætu samskiptasíðu getur fólk þóst vera eitthvað annað en það er. Það er eiginlega best að segja sem minnst um söguþráðinn heldur leyfa myndinni að koma áhorfendum á óvart. Catfish fer reyndar rólega af stað en hefur sig til flugs þegar aðalpersónan, New York-ljósmyndarinn Nev Schulman, uppgötvar að ekki er allt með felldu hjá nýja vininum hans á Facebook. Uppljóstrunin er einstök og á eftir að koma fólki í opna skjöldu. Niðurstaða: Catfish er óvæntur gleðigjafi þar sem Facebook og blekkingunni sem þar fær stundum að lifa eru gerð góð skil á mannlegan hátt.
Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira