Avatar II gerist úti á hafi 22. apríl 2010 06:00 Næsta myndin í Avatar-flokknum gerist úti á rúmsjó. James Cameron segir að hún eigi eftir að verða jafn litskrúðug og fyrsta myndin. DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein