Avatar II gerist úti á hafi 22. apríl 2010 06:00 Næsta myndin í Avatar-flokknum gerist úti á rúmsjó. James Cameron segir að hún eigi eftir að verða jafn litskrúðug og fyrsta myndin. DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
DVD-útgáfan af Avatar kemur út á morgun og menn eru þegar farnir að spá sölumetum í unnvörpum. Mestu athyglina vekur þó viðtal við leikstjóra myndarinnar, James Cameron, í LA Times en hann er þegar farinn að spá og spekúlera í framhaldsmyndinni. „Við bjuggum til risastóran striga þar sem við getum komið umhverfi Pandora til skila,“ segir Cameron en fyrir þá örfáu sem ekki sáu Avatar er rétt að geta þess að Pandora er plánetan sem jarðarbúar reyna að hertaka. Cameron heldur síðan áfram í viðtalinu að greina frá ýmsum þáttum framhaldsmyndarinnar og tekur fram að næsta mynd muni hafa allt annað yfirbragð en sú fyrsta. „Ég reikna með því að hún muni rannsaka lífríki sjávar á Pandora. Hafið verður álíka litskrúðugt, fjölbreytt og ævintýralegt en munurinn verður auðvitað sá að þarna verður regnskógurinn ekki í aðalhlutverki.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikstjórinn gerir kvikmynd úti á ballarhafi. Titanic var auðvitað mestmegnis um risastórt fley sem sigldi á ísjaka og The Abyss gerðist að miklu leyti í undirdjúpunum.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira