Hvað er málið með stjórnlagaþingið? Þorsteinn Pálsson skrifar 4. desember 2010 06:00 Meir fór fyrir hvatningu til þátttöku í stjórnlagaþingskosningunum en þekkst hefur eftir lýðveldisstofnun og aldrei síðan þá hefur verið talað um kosningar í jafn miklum upphafningartón. Á hinn bóginn hefur efnisleg umræða um kosningamálefni sjaldan verið jafn rýr. Trúlega skýrir það að hluta dræma þátttöku. Nærri tveir þriðju hlutar kjósenda sýndu ekki áhuga. Það er afstaða að sitja heima. Aftur á móti er ekki unnt að fullyrða að þeir sem það gerðu séu áhugalausir um stjórnarskrármálefni. Frambjóðendum tókst bara ekki að vekja áhuga þeirra eða svara spurningunni: Hvað er málið? Á sama veg er ekki unnt að segja að þeir sem kusu hafi einhvern ákveðinn skilning á því hvort eða hvernig breyta eigi stjórnarskránni. Í þeim hópi geta verið jafnmargir efasemdarmenn um nauðsyn breytinga eins og í þeim hópi sem heima sat. Kosningaúrslitin gefa einfaldlega enga vísbendingu um vilja kjósenda í þessum efnum. Það leiðir af því að engar skýrar hugmyndir um breytingar komu fram í kosningaumræðunni. Þróun stjórnmála hefur verið mjög í þá átt að boðskapur flokkanna er almennari og óskýrari en áður. Það er með ráði gert til að halda öllum dyrum opnum. Fyrir vikið er gjarnan sagt um stjórnmálamenn, þeim til lítilsvirðingar, að sami rassinn sé undir þeim öllum. Í þessu ljósi kynntu margir frambjóðendur sig sem andstæðu stjórnmálastéttarinnar svonefndrar. Samt var málflutningur þeirra sama marki brenndur og hennar að þessu leyti. Kosningarnar náðu ekki að breyta þessu seinni tíma eðli stjórnmálaumræðunnar og heldur ekki að draga fólk á kjörstað í þeim mæli sem vant er.Nýir stjórnmálamenn og þekkt verklag Þeir sem nú hafa verið valdir til setu á stjórnlagaþingi eru þar með orðnir stjórnmálamenn, í jákvæðri merkingu þess orðs. Sumir munu ugglaust nota þingið sem stökkpall til frekari frama en aðrir ekki. Einhverjir munu reynast bæði dugandi og ráðasnjallir en aðrir sýna þá kosti í minni mæli og sumir jafnvel alls ekki. Helstu rökin fyrir því að stofnað var til þessa ráðgefandi stjórnlagaþings voru þau að Alþingi hefði brugðist því fyrirheiti frá 1944 að endurskoða stjórnarskrána í heild. Reynslan var talin sýna að stjórnmálastéttin, eins og stjórnlagaþingsmenn kalla alþingismenn, væri óhæf til þess verks. Í þessu ljósi var athyglisvert að heyra fyrstu hugmyndir nýkjörinna stjórnlagaþingsmanna um verklag. Sá boðskapur var einfaldur: Tíminn er of naumur til að semja stjórnarskrá frá grunni. Því er rétt að ákveða aðeins brýnustu breytingar nú og taka síðan til við heildarendurskoðunina. Þá var lögð á það áhersla að um tillögur þingsins ríkti samstaða. Þetta eru sömu sjónarmið og ráðið hafa ríkjum á Alþingi frá því lýðveldisstjórnarskráin var sett. Einmitt fyrir þá sök hafa breytingar verið gerðar í áföngum eftir því sem samstaða hefur náðst um einstök viðfangsefni. Þetta þekkta verklag þarf ekki að útiloka róttækar breytingar ef um þær verður samstaða eins og reynslan sýnir. Jafnframt verða skilaboðin varla skilin á annan veg en stjórnlagaþingsmenn stefni ekki að því að skipta þjóðinni upp í stríðandi fylkingar um þetta stóra mál og engir þeirra líti á sig sem einkahandhafa sannleikans.Krafa um samstöðu Dræm kosningaþátttaka breytir ekki lögbundnu umboði stjórnlagaþingsmanna. Sú staðreynd og mikil dreifing atkvæða gerir það hins vegar að verkum að þingið hefur ekkert umboð fyrirfram til tiltekinna breytinga. Þegar þingið hefur komið sér saman á það einfaldlega eftir að vinna meirihluta þjóðarinnar á sitt band. Engin ástæða er til að ætla annað en það takist vel. En forsenda þess er að þingið geri sér grein fyrir því að rökræðan við fólkið í landinu er eftir. Á miklu veltur því að tillögur að breyttri stjórnarskrá verði á þann veg að mikill meirihluti þjóðarinnar geti sameinast um þær. Til að tryggja það ætti að ákveða strax í upphafi að samþykki að minnsta kosti þriðjungs kosningabærra manna og meirihluta þeirra sem atkvæði greiða þurfi til svo að tillögurnar nái fram að ganga í þjóðaratkvæði eftir samþykkt Alþingis. Sú nefnd sem Alþingi kaus til að undirbúa stjórnlagaþingið hefur lýst áformum um að leggja fram tillögur af sinni hálfu. Það eykur líkur á að árangur náist. Vonandi er Alþingi ekki svo óheilagt í augum stjórnlagaþingsmanna að þeir láti tillögur frá fulltrúum þess trufla sig. Svo sérkennilegt sem það er ætlar ríkisstjórnin ekki að leyfa Alþingi að taka afstöðu til málsins fyrr en árið 2013. Fyrst eftir það getur Þjóðin tekið lokaákvörðun. Hún hefur því góðan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Meir fór fyrir hvatningu til þátttöku í stjórnlagaþingskosningunum en þekkst hefur eftir lýðveldisstofnun og aldrei síðan þá hefur verið talað um kosningar í jafn miklum upphafningartón. Á hinn bóginn hefur efnisleg umræða um kosningamálefni sjaldan verið jafn rýr. Trúlega skýrir það að hluta dræma þátttöku. Nærri tveir þriðju hlutar kjósenda sýndu ekki áhuga. Það er afstaða að sitja heima. Aftur á móti er ekki unnt að fullyrða að þeir sem það gerðu séu áhugalausir um stjórnarskrármálefni. Frambjóðendum tókst bara ekki að vekja áhuga þeirra eða svara spurningunni: Hvað er málið? Á sama veg er ekki unnt að segja að þeir sem kusu hafi einhvern ákveðinn skilning á því hvort eða hvernig breyta eigi stjórnarskránni. Í þeim hópi geta verið jafnmargir efasemdarmenn um nauðsyn breytinga eins og í þeim hópi sem heima sat. Kosningaúrslitin gefa einfaldlega enga vísbendingu um vilja kjósenda í þessum efnum. Það leiðir af því að engar skýrar hugmyndir um breytingar komu fram í kosningaumræðunni. Þróun stjórnmála hefur verið mjög í þá átt að boðskapur flokkanna er almennari og óskýrari en áður. Það er með ráði gert til að halda öllum dyrum opnum. Fyrir vikið er gjarnan sagt um stjórnmálamenn, þeim til lítilsvirðingar, að sami rassinn sé undir þeim öllum. Í þessu ljósi kynntu margir frambjóðendur sig sem andstæðu stjórnmálastéttarinnar svonefndrar. Samt var málflutningur þeirra sama marki brenndur og hennar að þessu leyti. Kosningarnar náðu ekki að breyta þessu seinni tíma eðli stjórnmálaumræðunnar og heldur ekki að draga fólk á kjörstað í þeim mæli sem vant er.Nýir stjórnmálamenn og þekkt verklag Þeir sem nú hafa verið valdir til setu á stjórnlagaþingi eru þar með orðnir stjórnmálamenn, í jákvæðri merkingu þess orðs. Sumir munu ugglaust nota þingið sem stökkpall til frekari frama en aðrir ekki. Einhverjir munu reynast bæði dugandi og ráðasnjallir en aðrir sýna þá kosti í minni mæli og sumir jafnvel alls ekki. Helstu rökin fyrir því að stofnað var til þessa ráðgefandi stjórnlagaþings voru þau að Alþingi hefði brugðist því fyrirheiti frá 1944 að endurskoða stjórnarskrána í heild. Reynslan var talin sýna að stjórnmálastéttin, eins og stjórnlagaþingsmenn kalla alþingismenn, væri óhæf til þess verks. Í þessu ljósi var athyglisvert að heyra fyrstu hugmyndir nýkjörinna stjórnlagaþingsmanna um verklag. Sá boðskapur var einfaldur: Tíminn er of naumur til að semja stjórnarskrá frá grunni. Því er rétt að ákveða aðeins brýnustu breytingar nú og taka síðan til við heildarendurskoðunina. Þá var lögð á það áhersla að um tillögur þingsins ríkti samstaða. Þetta eru sömu sjónarmið og ráðið hafa ríkjum á Alþingi frá því lýðveldisstjórnarskráin var sett. Einmitt fyrir þá sök hafa breytingar verið gerðar í áföngum eftir því sem samstaða hefur náðst um einstök viðfangsefni. Þetta þekkta verklag þarf ekki að útiloka róttækar breytingar ef um þær verður samstaða eins og reynslan sýnir. Jafnframt verða skilaboðin varla skilin á annan veg en stjórnlagaþingsmenn stefni ekki að því að skipta þjóðinni upp í stríðandi fylkingar um þetta stóra mál og engir þeirra líti á sig sem einkahandhafa sannleikans.Krafa um samstöðu Dræm kosningaþátttaka breytir ekki lögbundnu umboði stjórnlagaþingsmanna. Sú staðreynd og mikil dreifing atkvæða gerir það hins vegar að verkum að þingið hefur ekkert umboð fyrirfram til tiltekinna breytinga. Þegar þingið hefur komið sér saman á það einfaldlega eftir að vinna meirihluta þjóðarinnar á sitt band. Engin ástæða er til að ætla annað en það takist vel. En forsenda þess er að þingið geri sér grein fyrir því að rökræðan við fólkið í landinu er eftir. Á miklu veltur því að tillögur að breyttri stjórnarskrá verði á þann veg að mikill meirihluti þjóðarinnar geti sameinast um þær. Til að tryggja það ætti að ákveða strax í upphafi að samþykki að minnsta kosti þriðjungs kosningabærra manna og meirihluta þeirra sem atkvæði greiða þurfi til svo að tillögurnar nái fram að ganga í þjóðaratkvæði eftir samþykkt Alþingis. Sú nefnd sem Alþingi kaus til að undirbúa stjórnlagaþingið hefur lýst áformum um að leggja fram tillögur af sinni hálfu. Það eykur líkur á að árangur náist. Vonandi er Alþingi ekki svo óheilagt í augum stjórnlagaþingsmanna að þeir láti tillögur frá fulltrúum þess trufla sig. Svo sérkennilegt sem það er ætlar ríkisstjórnin ekki að leyfa Alþingi að taka afstöðu til málsins fyrr en árið 2013. Fyrst eftir það getur Þjóðin tekið lokaákvörðun. Hún hefur því góðan tíma.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun