Lífið

Lindsay áfram í ruglinu í New York og Cannes

Þessi mynd var tekin af Lindsay þegar hún mætti í 150 ára afmæli skartgripafyrirtækisins Chopard í Cannes í gærkvöldi.
Þessi mynd var tekin af Lindsay þegar hún mætti í 150 ára afmæli skartgripafyrirtækisins Chopard í Cannes í gærkvöldi.
Leikkonan Lindsay Lohan heldur áhugamönnum um ævintýri hennar enn við efnið. Um helgina mætti hún til New York í partý á staðnum 1Oak. Dómari úrskurðaði nýlega að hún ætti að drífa sig í meðferð þannig að hún var ekki á perunni eins og venjulega.

Samt sem áður tókst henni að gera allt vitlaust. Hún settist við borð hjá fyrirsætunni Jessicu Stam og fylgir sögunni að þær þekktust ekki fyrir. Ekki leið samt á löngu þar til Lindsay tók kast, hellti drykk yfir fyrirsætuna og heimtaði að hún yrði rekin út af staðnum. Það gerðist ekki þannig að hún strunsaði sjálf út.

Daginn eftir fór hún á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem hún sást í veislu á snekkju og rúllandi á gangstétt. Hún þarf síðan væntanlega að drífa sig aftur til Bandaríkjanna þar sem dómari tekur ölvunarakstur hennar fyrir á fimmtudag.


Tengdar fréttir

Lindsay skuldar 80 milljónir í kreditkort

Leikkonan Lindsay Lohan er sífellt nær því að sigla í strand. Nú berast fregnir af því að kreditkortafyrirtækin sem hún skiptir við séu búin að fá nóg af skuldasöfnun hennar.

Heimsótt af lögreglunni

Michael Lohan, faðir leikkonunnar Lindsay Lohan, heimsótti heimili hennar ásamt lögreglumanni nú í vikunni. Hann sagðist hafa áhyggjur af yngri systur Lindsay, Ali, sem hefur dvalið hjá systur sinni undanfarna daga og sást meðal annars með Lindsay á Coachella-hátíðinni. Lögreglumaðurinn ræddi stuttlega við Ali, sem er aðeins sextán ára gömul, og yfirgaf að því loknu heimilið.

Lindsay sökuð um að stela Rolex-úri

Lindsay Lohan er algjör vandræðasegull. Í gær réðist faðir hennar með lögreglumönnum inn á heimili hennar og á miðvikudaginn mætti lögreglan til að yfirheyra hana vegna þjófnaðarkæru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×