Viðskipti erlent

Dómstóll hafnaði kröfu um kyrrsetningu eigna í Svíþjóð

Héraðsdómur í Stokkhólmi hafnaði í gær kröfu efnahagsbrotadeildar sænsku lögreglunnar um að kyrrsetja eignir fjögurra íslenskra manna þar í landi sem grunaðir eru um gjaldeyrissvik.

Eignirnar nema tæpum tvö hundruð og fjörutíu milljónum króna. Mennirnir eru allir taldir tengjast félaginu Aserta AB sem skráð er í Svíþjóð.

Dómstóllinn hafnaði kyrrsetningu á þeirri forsendu að meint brot eru ekki refsiverð í sænskum lögum. Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra stendur nú yfir og hafa eignir mannanna uppá tugi milljóna króna verið frystar hér á landi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×