Utanríkisráðherra Noregs yfir sig hrifinn af Heru Björk 27. maí 2010 09:39 Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, er eldheitur aðdáandi Heru Bjarkar og óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta íslensku söngdívuna. Vel fór á með þeim í gær. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta Heru Björk og íslenska Eurovision-hópinn í gær. Íslensku þátttakendurnir urðu að sjálfsögðu við bón norska utanríkisráðherrans þrátt fyrir mikið annríki enda hefur fjölmiðlaáhuginn sjaldan eða aldrei verið meiri. „Ég veit eiginlega ekkert hvernig stóð á þessum fundi," segir Örlygur Smári, höfundur Je ne sais quoi, en það tryggði sér sæti í úrslitum Eurovision á síðustu stundu eins og frægt er orðið. Örlygur segir að þau hafi fengið einhverja klukkutíma til að undirbúa sig. „Það var síðan farið með okkur upp á efstu hæð hótelsins og þar var búið að undirbúa þennan fund," segir Örlygur en Störe var í fylgd með norska ríkissjónvarpinu sem tók fundinn upp. Lagasmiðurinn snjalli segir Störe hafa verið sérlega áhugasaman um ástandið á Íslandi og ekki síður hvernig staðan væri vegna eldgossins. „Hera svaraði þessu bara af sinni alkunnu snilld, svo var lagið tekið og við gáfum honum diskinn," útskýrir Örlygur. Störe er ekki ókunnur Íslendingum því hann heimsótti landið í nóvember 2008. Og ekki ólíklegt að þar hafi hann kynnst tónlist Heru Bjarkar. Ekki var unnt að fá viðtal við Heru Björk um málið en Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar, segir ásóknina í íslensku söngkonuna hafa verið gríðarlega og að það sé næstum því barist um viðtölin. Undir það tekur Örlygur sem hefur keppt þrisvar sinnum í Eurovision. „Við höfum fengið alveg ótrúlegar viðtökur og finnum fyrir alveg svakalegum meðbyr. Ég man hreinlega ekki eftir öðru eins," segir Örlygur sem viðurkennir að hann hafi verið með hjartað í buxunum þegar aðeins eitt umslag var eftir í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við fundum það á okkur að við yrðum síðust upp úr hattinum og þegar við sáum glitta í hornið á íslenska fánanum stóðum við öll upp og fögnuðum, tilfinningarnar tóku eiginlega bara öll völd." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, óskaði sérstaklega eftir því að fá að hitta Heru Björk og íslenska Eurovision-hópinn í gær. Íslensku þátttakendurnir urðu að sjálfsögðu við bón norska utanríkisráðherrans þrátt fyrir mikið annríki enda hefur fjölmiðlaáhuginn sjaldan eða aldrei verið meiri. „Ég veit eiginlega ekkert hvernig stóð á þessum fundi," segir Örlygur Smári, höfundur Je ne sais quoi, en það tryggði sér sæti í úrslitum Eurovision á síðustu stundu eins og frægt er orðið. Örlygur segir að þau hafi fengið einhverja klukkutíma til að undirbúa sig. „Það var síðan farið með okkur upp á efstu hæð hótelsins og þar var búið að undirbúa þennan fund," segir Örlygur en Störe var í fylgd með norska ríkissjónvarpinu sem tók fundinn upp. Lagasmiðurinn snjalli segir Störe hafa verið sérlega áhugasaman um ástandið á Íslandi og ekki síður hvernig staðan væri vegna eldgossins. „Hera svaraði þessu bara af sinni alkunnu snilld, svo var lagið tekið og við gáfum honum diskinn," útskýrir Örlygur. Störe er ekki ókunnur Íslendingum því hann heimsótti landið í nóvember 2008. Og ekki ólíklegt að þar hafi hann kynnst tónlist Heru Bjarkar. Ekki var unnt að fá viðtal við Heru Björk um málið en Valgeir Magnússon, umboðsmaður hennar, segir ásóknina í íslensku söngkonuna hafa verið gríðarlega og að það sé næstum því barist um viðtölin. Undir það tekur Örlygur sem hefur keppt þrisvar sinnum í Eurovision. „Við höfum fengið alveg ótrúlegar viðtökur og finnum fyrir alveg svakalegum meðbyr. Ég man hreinlega ekki eftir öðru eins," segir Örlygur sem viðurkennir að hann hafi verið með hjartað í buxunum þegar aðeins eitt umslag var eftir í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við fundum það á okkur að við yrðum síðust upp úr hattinum og þegar við sáum glitta í hornið á íslenska fánanum stóðum við öll upp og fögnuðum, tilfinningarnar tóku eiginlega bara öll völd." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira