Í útlöndum er einmitt skjól Guðmundur Andri Thorsson skrifar 21. júní 2010 06:00 Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Nýja sjálfsmyndVið þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Allt þetta úti/inni - útrás/innrás - þeir/við: þetta gengur ekki lengur. Íslenskt samfélag getur orðið ágætt: Hér er fátt fólk og mikið rými, verðmætasköpun, sveigjanleiki, mikið stéttaflökt, sterkt menningarlíf, góðir skólar á yngri stigum og ýmsar forsendur til að byggja fyrirmyndarsamfélag jafnaðar og framtakssemi. En við verðum að hætta að sækja sjálfsmynd okkar til útlendinga. Við eigum að hætta að vera hinn athyglissjúki krakki Evrópu. Hætta að ýkja afbrigðin og útúrdúrana í eigin fari, hætta að vegsama óhófið.Við eigum að segja satt. Hákarl er ekki þjóðarréttur Íslendinga. Brennivín er bara viðbjóður. Við trúum ekkert á álfa.Við eigum að horfa á styrk okkar: hér er allgóð og stundum frumleg verkkunnátta, tungumál sem er vel til þess fallið að hugsa um hvaðeina, gróska í tónlist, háþróaður sjávarútvegur, góðar mjólkurvörur og lambakjöt, landið fagurt og frítt og hér er landlægur dugnaður…Veikleikarnir eru til dæmis vond háskólamenntun, einkum á sviði viðskiptalífs og laga, spilling valdastéttarinnar, landlæg trú á að lífið sé lotterí, vantrú á regluverki, skilningsleysi á gildi þess að gefa stefnuljós í lífinu rétt eins og í umferðinni - og landlægur dugnaður.Það er kalt að standa í gættinniFyrir nokkrum árum var mikill meirihluti þjóðarinnar hlynntur inngöngu í Evrópusambandið enda þóttist fólk sjá að betra er að sitja við borðið og semja reglurnar en að híma í gættinni og taka við þeim og reyna svo að sniðganga þær.Icesavemálið virðist hins vegar hafa snúið mörgum. Fólk virðist unnvörpum hafa dregið þá ályktun að það mál sýni að ESB sé „á móti okkur". Eins og kunnugt er hafði Sjálfstæðismannabankinn safnað yfirþyrmandi upphæðum hjá enskum og hollenskum sparifjáreigendum án þess að styrkja sem því nam hinn lögboðna tryggingarsjóð innistæðueigenda heldur vísuðu óljóst á ríkissjóð Íslands þegar spurt var í Englandi og Hollandi um tryggingar ef illa færi og þumbuðust við að færa starfsemina undir lögsögu þeirra landa því að þá hefðu þeir ekki fengið að flytja peningana heim í „góðærið". Þegar á reyndi brást ríkissjóður Íslands líka og mun helsta málsvörn Íslendinga að nóg hafi verið að koma á fót hinum lögboðna tryggingasjóði - aldrei hafi neinn sagt að eitthvað ætti að vera í honum.Þetta er íslensk lögspeki - sú sama og bjó til gengistryggðu lánin. En kannski er lærdómurinn sem margir Íslendingar draga af framgöngu Evrópusambandsins í Icesavemálinu ekki réttur: kannski sýnir málið einmitt að ESB myndar skjól aðildarþjóðum sínum - en ekki hinum sem standa fyrir utan. Og það er kalt að standa í gættinni. Kannski er lærdómurinn að Íslendingar geta ekki verið ábyrgðarlausir og fríttspilandi í heiminum; geta ekki notið góðs af viðskiptafrelsinu án þess að virða regluverkið.Efnahagshrunið varð ekki út af reiði Davíðs eða þýlyndi Geirs, ágirnd útrásarvitfirringa, fláttskap framsóknarforkólfa eða læpuskap Samfylkingarinnar. Það varð ekki vegna skapgerðarbresta ráðamanna. Ekki bara að minnsta kosti, en við munum alltaf hafa skammsýna ráðamenn, ágjarna kaupsýslumenn og hrokafulla bankamenn meðal okkar: hrunið varð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust hjá þessu þjóðarkríli í gættinni að ESB. Og lærdómurinn: Við þurfum að komast af sérleiðunum á sjálfa þjóðbraut viðskiptanna. Hugmyndin um Ísland sem efnahagslegt eyland sem spilar til skiptis á Kanann og Kínverjann er stórhættuleg. Ísendingar eru ekki klóka sérleiðaþjóðin og þar með þrotlaust umhugsunarefni öðrum þjóðum. Við þurfum umgjörð um efnahagslífið. Við þurfum skjól.Og í útlöndum er einmitt skjól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun
Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Nýja sjálfsmyndVið þurfum að fara að hugsa öðruvísi. Allt þetta úti/inni - útrás/innrás - þeir/við: þetta gengur ekki lengur. Íslenskt samfélag getur orðið ágætt: Hér er fátt fólk og mikið rými, verðmætasköpun, sveigjanleiki, mikið stéttaflökt, sterkt menningarlíf, góðir skólar á yngri stigum og ýmsar forsendur til að byggja fyrirmyndarsamfélag jafnaðar og framtakssemi. En við verðum að hætta að sækja sjálfsmynd okkar til útlendinga. Við eigum að hætta að vera hinn athyglissjúki krakki Evrópu. Hætta að ýkja afbrigðin og útúrdúrana í eigin fari, hætta að vegsama óhófið.Við eigum að segja satt. Hákarl er ekki þjóðarréttur Íslendinga. Brennivín er bara viðbjóður. Við trúum ekkert á álfa.Við eigum að horfa á styrk okkar: hér er allgóð og stundum frumleg verkkunnátta, tungumál sem er vel til þess fallið að hugsa um hvaðeina, gróska í tónlist, háþróaður sjávarútvegur, góðar mjólkurvörur og lambakjöt, landið fagurt og frítt og hér er landlægur dugnaður…Veikleikarnir eru til dæmis vond háskólamenntun, einkum á sviði viðskiptalífs og laga, spilling valdastéttarinnar, landlæg trú á að lífið sé lotterí, vantrú á regluverki, skilningsleysi á gildi þess að gefa stefnuljós í lífinu rétt eins og í umferðinni - og landlægur dugnaður.Það er kalt að standa í gættinniFyrir nokkrum árum var mikill meirihluti þjóðarinnar hlynntur inngöngu í Evrópusambandið enda þóttist fólk sjá að betra er að sitja við borðið og semja reglurnar en að híma í gættinni og taka við þeim og reyna svo að sniðganga þær.Icesavemálið virðist hins vegar hafa snúið mörgum. Fólk virðist unnvörpum hafa dregið þá ályktun að það mál sýni að ESB sé „á móti okkur". Eins og kunnugt er hafði Sjálfstæðismannabankinn safnað yfirþyrmandi upphæðum hjá enskum og hollenskum sparifjáreigendum án þess að styrkja sem því nam hinn lögboðna tryggingarsjóð innistæðueigenda heldur vísuðu óljóst á ríkissjóð Íslands þegar spurt var í Englandi og Hollandi um tryggingar ef illa færi og þumbuðust við að færa starfsemina undir lögsögu þeirra landa því að þá hefðu þeir ekki fengið að flytja peningana heim í „góðærið". Þegar á reyndi brást ríkissjóður Íslands líka og mun helsta málsvörn Íslendinga að nóg hafi verið að koma á fót hinum lögboðna tryggingasjóði - aldrei hafi neinn sagt að eitthvað ætti að vera í honum.Þetta er íslensk lögspeki - sú sama og bjó til gengistryggðu lánin. En kannski er lærdómurinn sem margir Íslendingar draga af framgöngu Evrópusambandsins í Icesavemálinu ekki réttur: kannski sýnir málið einmitt að ESB myndar skjól aðildarþjóðum sínum - en ekki hinum sem standa fyrir utan. Og það er kalt að standa í gættinni. Kannski er lærdómurinn að Íslendingar geta ekki verið ábyrgðarlausir og fríttspilandi í heiminum; geta ekki notið góðs af viðskiptafrelsinu án þess að virða regluverkið.Efnahagshrunið varð ekki út af reiði Davíðs eða þýlyndi Geirs, ágirnd útrásarvitfirringa, fláttskap framsóknarforkólfa eða læpuskap Samfylkingarinnar. Það varð ekki vegna skapgerðarbresta ráðamanna. Ekki bara að minnsta kosti, en við munum alltaf hafa skammsýna ráðamenn, ágjarna kaupsýslumenn og hrokafulla bankamenn meðal okkar: hrunið varð vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem sköpuðust hjá þessu þjóðarkríli í gættinni að ESB. Og lærdómurinn: Við þurfum að komast af sérleiðunum á sjálfa þjóðbraut viðskiptanna. Hugmyndin um Ísland sem efnahagslegt eyland sem spilar til skiptis á Kanann og Kínverjann er stórhættuleg. Ísendingar eru ekki klóka sérleiðaþjóðin og þar með þrotlaust umhugsunarefni öðrum þjóðum. Við þurfum umgjörð um efnahagslífið. Við þurfum skjól.Og í útlöndum er einmitt skjól.