Lífið

Slegið í Íslandsklukkuna - Myndir

Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, og eiginkona hans, Þórunn Sigurðardóttir, voru að sjálfsögðu meðal gesta.
Stefán Baldursson, fyrrum þjóðleikhússtjóri, og eiginkona hans, Þórunn Sigurðardóttir, voru að sjálfsögðu meðal gesta.

Þjóðleikhúsið varð sextíu ára á sumardaginn fyrsta og af því tilefni var eitt af höfuðverkum leikhússins, Íslandsklukkan, frumsýnt.

Verkið er leikgerð Benedikts Erlingssonar sem jafnframt leikstýrir því en með hlutverk Jóns Hreggviðssonar fer Ingvar E. Sigurðsson. Lilja Nótt Þórarinsdóttir er Snæfríður Íslandssól en Herdís Þorvaldsdóttir, sem leikur mömmu Jóns, lék einmitt Snæfríði fyrir sextíu árum. Það gerði þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir einnig á sínum tíma þannig að sagan sveif yfir vötnum þegar rauða tjaldið var dregið frá á fimmtudaginn.

Fjöldi gesta lagði leið sína á Hverfisgötuna til að sjá og heyra þessa rúmlega þriggja tíma sýningu en sökum lengdarinnar eru tvö hlé.

Leikhús- og listahjónin Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir létu sig ekki vanta.
Esther Talia Casey og Ólafur Egilsson voru prúðbúin á frumsýningu Íslandsklukkunnar en amma Ólafs, Herdís Þorvaldsdóttir, leikur mömmu Jóns Hreggviðssonar í verkinu.


Þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunnlaugsdóttir brosti sínu breiðasta á sumardaginn fyrsta og það gerðu líka þau Margrét Ólafsdóttir og Steindór Hjörleifsson.
Lilja Pálmadóttir var glæsileg með hatt og eiginmaður hennar, Baltasar Kormákur, var ekkert síður flottur með gleraugun sín.
Eddu-verðlaunahafarnir Helga Rós Hannah og Ragnar Bragason sökktu sér ofan í Íslandsklukkuna.
Þær voru glæsilegar, Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Vigdís Finnbogadóttir.fréttablaðið/Daníel
Hrefna Haraldsdóttir og Björn Brynjúlfur mættu í Þjóðleikhúsið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×