Lífið

Brynja Dögg keppir við BBC

Mikill heiður Heimildarmynd eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur er tilnefnd til sjónvarpsverðlauna í Bretlandi. Hún keppir við risa á borð við BBC og ITV.
fréttablaðið/arnþór
Mikill heiður Heimildarmynd eftir Brynju Dögg Friðriksdóttur er tilnefnd til sjónvarpsverðlauna í Bretlandi. Hún keppir við risa á borð við BBC og ITV. fréttablaðið/arnþór

Fjölmiðlakonan Brynja Dögg Friðriksdóttir er tilnefnd til bresku Royal Television Society verðlaunanna í nóvember fyrir útskriftarverkefni sitt.

Brynja Dögg og samstarfskonur hennar eru tilnefndar í flokknum Best Current Affairs Programme og keppa þar við risa á borð við sjónvarpsstöðvarnar BBC og ITV.

„Þetta er gríðarleg viðurkenning mundi ég segja, sérstaklega þar sem þetta er verkefni sem við unnum fyrir skólann og höfðum úr litlu fjármagni að moða á meðan þeir sem við keppum við höfðu bæði úr meira fjármagni og mannskap að spila,“ segir Brynja Dögg sem stundar meistaranám í heimildarmyndagerð við University of Salford í Manchester.

Myndin fjallar um fátækt í borginni og segir Brynja Dögg hugmyndina komna frá samstarfskonu sinni. „Hugmyndin að myndinni kemur einna helst til þannig að leikstjórinn komst að því að til eru samtök í borginni sem hafa staðið fyrir matargjöfum til fátækra allt frá því í lok 19. aldar. Þessi samtök eru í hjarta borgarinnar innan um fínar verslanir og banka. Þannig að það eru gríðarlegar andstæður þarna,“ segir Brynja Dögg, sem vonar að myndin veki fólk til umhugsunar.

Brynja Dögg starfar á RÚV og segist þegar vera búin að fá frí í vinnunni til að geta verið viðstödd verðlaunaafhendinguna.

„Ég veit ekki hversu oft maður fær slíkar tilnefningar á lífsleiðinni þannig ég ætla að skella mér,“ segir hún að lokum. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.