Innlent

Sjósund á nýju ári

Í fyrra fóru 330 manns í sjósund í Nauthólsvíkinni
Í fyrra fóru 330 manns í sjósund í Nauthólsvíkinni
Fyrir þá sem vilja skella sér í nýárssund í ísköldum sjó í upphafi árs, þá verður Ylströndin í Nauthólsvík opin frá klukkan 11 til 14 á Nýársdag.

Hægt verður að fara í heitan pott að sundinu loknu og ætlar SJÓR, sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur, að bjóða gestum upp á kaffi, te, kakó og piparkökur. Aðgangur að Ylströndinni er ókeypis og í boði eru búningsklefar með sturtuaðstöðu.

Í tilkynningu segir að sjórinn við Nauthólsvíkina sé í kringum frostmark þessa daganna og því mikið hreysti að skella sér í ískaldan sjó í upphafi árs. „Stöðug aukning hefur verið á undanförnum árum í sjóböð og voru gestir í nýársbaði 2010 í kringum 330 manns."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×