Körfubolti

Hörður Axel: Það er enginn búinn að tala um okkur í allan vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Axel Vilhjálmsson var með 20 stig og 5 stoðsendingar í kvöld.
Hörður Axel Vilhjálmsson var með 20 stig og 5 stoðsendingar í kvöld. Mynd/Stefán
Hörður Axel Vilhjálmsson átti flottan leik í vörn og sókn þegar Keflavík tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir 89-83 sigur á nágrönnum úr Njarðvík í kvöld. Keflavík vann einvígið 3-1 og báða leikina sem liðið spilaði í Ljónagryfju Njarðvíkinga.

„Þetta tókst en þetta var erfitt. Þetta var hörkulið sem við vorum að leggja af velli. Draelon Burns kláraði leikinn með því að hitta þristinum tveimur metrum fyrir utan. Þetta hefði getað farið hvernig sem er. Sem betur fer hitti hann úr þessu skoti," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson í viðtali við Guðjón Guðmundsson, í útsendingu Stöð 2 Sport.

„Við erum búnir að leggja upp með það í allan vetur að spila góða vörn. Njarðvík átti að vera besta varnarliðið sem við gátum spila á móti en við höldum þeim að meðaltali í kringum 80 stigin í allri seríunni. Það er helvítið gott finnst mér," sagði Hörður.

„Við erum toppa á hárréttum tíma. Það er enginn búinn að tala um okkur í allan vetur. Við skiljum það ekki að enginn sé búinn að tala um okkur í einhverri titlabaráttu en ég held að við séum að sýna fram á annað núna" sagði Hörður.

Keflvík mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum en þau lið mætast í oiddaleik á fimmtudagskvöldið.

„Mér er alveg saman hverja við fáum í úrslitum. Við bíðum bara eftir leiknum á fimmtudaginn og núna getum við slakað á í smá stund," sagði Hörður Axel kátur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×