Eva + Ísland = Sönn ást Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. október 2010 06:00 Íslandsvinur: Og maður sér fyrir sér sérvitran yfirkennara í litlum skóla í Wiesbaden sem ungur hreifst af Nonnabókunum. Eða formann Norræna félagsins í Gilleleje. Eða frægðarmenni sem millilenti hér fyrir tíu árum á leið til Ameríku og var svo dópaður að hann hefur aldrei frétt af því. Eða bara hvern þann sem hingað kemur. Þetta hugtak er orðið svo útjaskað að við erum meira að segja hætt að nota gæsalappir kringum það. Brosum bara þreytulega þegar það ber á góma. Íslandssvinur, he he. Samt eru til raunverulegir Íslandsvinir. Samt er til fólk sem binst þjóðinni slíkum böndum að úr verður ákaft tilfinningasamband. Stundum rekst hingað, nánast eins og fyrir tilviljun, fólk sem nær slíku sambandi við íslensku þjóðina, og verður fyrir slíkum áhrifum af kynnum sínum við þessa skrýtnu þjóð við ysta haf, að hugtakið „Íslandsvinur" fær skyndilega ljóma sinn á ný. Eva Joly er ein af þeim sárafáu sem ber heitið Íslandsvinur með sæmd. Þegar mest lá við…Þegar mest lá við kom hún hingað. Grandalaus þjóð hafði verið blekkt og svívirt af glæpamönnum sem komust upp með gripdeildir sínar vegna þess að öfgamenn um eftirlitsleysi, bóluvöxt og einkavæðingu höfðu komist til valda, afnumið allt regluverk, blásið upp bóluna og afhent gripdeildarmönnunum banka og fjármálastofnanir. Hún var ekki ein. Katastrófur draga ekki bara að sér samúðarfulla hjálparstarfsmenn heldur líka hýenur og hrægamma. Af slíku liði fengum við nóg að sjá þá hörmungardaga þegar Ísland var að hrynja: skorstöðumeistara sem mættir voru til að hirða restina af verðmætunum sem gripdeildamennirnir höfðu skilið eftir og glaðværa blaðamenn sem hentu gaman að þessari vesalings þjóð í geislandi fyndnum greinum í heimspressunni sem skrifaðar voru á hótelbarnum á 101 milli viðreynslna og kokteila… Þegar mest lá við: Þegar ríkisstjórnin steig það gæfuspor að ráða Evu Joly sem sérstakan ráðgjafa hins tiltölulega nýskipaða sérstaka saksóknara hafði hún ekki aðeins fram að færa dýrmæta þekkingu á því hvernig aflandseyjapeyjarnir fela slóð sína heldur færði hún þessu unga og brothætta embætti annað sem var ekki síður mikilvægt: traust og trúverðugleika. Við sjáum þegar árangur af starfi hennar. Embætti sérstaks saksóknara hefur eflst og við höfum ástæðu til að ætla að það muni ná árangri með tíð og tíma. Árangurinn af starfi og ekki síður nærveru Evu Joly í íslensku þjóðlífi má þó ekki síst sjá í viðbrögðum þeirra sem óttast hana og þann árangur sem starf hennar kann að hafa. Nýlega vakti mikla athygli - og má skoða á youtube og sjálfsagt víðar - einræður Ingva Hrafns Jónssonar, eins helsta talsmanns Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum um árabil, þar sem hann er beinlínis gólandi hástöfum af hatri og heift í garð þessarar konu. Svipaðar rokur höfum við heyrt með reglulegu millibili - en gargið og ýlfrið aldrei verið sem nú. Enginn erindrekiEn allt kemur fyrir ekki: Íslendingar skynja velvild hennar og virðingu fyrir hinum venjulega Íslendingi og algjört virðingarleysi hennar fyrir valdaöflunum sem hafa átt Ísland frá því einhvers staðar í Sturlungu. Hvar í flokki sem við stöndum finnum við að hún tilheyrir engum þeirra. Hún gengur engra erinda annarra en íslensku þjóðarinnar. Þegar hún talar er hún ekki að villa um fyrir þjóðinni í þágu LÍÚ eða BÍ eða SA eða KFUM, Eimreiðarklíkunnar, Engeyjarættarinnar, Briem-aranna, Ásbirninga, Baugs, Bakkabræðra, Frímúrara, Félags íslenskra útrásarvíkinga eða hvað þetta allt saman heitir þetta lið sem stendur fyrir því frámunalega skæklatogi sem íslensk umræða er, þar sem atvinnukjaftaskar á launum reyna að spila með okkur í þágu ískaldra peningahagsmuna og valda. Nei: þegar Eva Joly talar vitum við að hún hefur hugsað málið út frá því sem hún heldur að reynist íslensku þjóðinni best. Það táknar ekki að hún sé véfréttin sjálf frá Osló: það táknar hins vegar að við getum treyst því að hún vill okkur vel og við eigum að hlusta þegar hún talar. Hlustum á Evu þegar hún hvetur ríkisstjórnina til að fara sér hægar í niðurskurði ríkisútgjalda til velferðarmála því að það verður að vera hægt að búa hér - það verður að vera gott að búa hér. Hlustum á hana þegar hún varar okkur við því að gera bráðræðissamninga við aðvífandi fyrirtæki eins og Magma samningurinn virðist vera dæmi um. Hlustum á hana þegar hún segir að við eigum heima við borðið hjá Evrópusambandinu þar sem sjálfstæðar þjóðir ráða ráðum sínum og semja um sín mál sem jafningjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun
Íslandsvinur: Og maður sér fyrir sér sérvitran yfirkennara í litlum skóla í Wiesbaden sem ungur hreifst af Nonnabókunum. Eða formann Norræna félagsins í Gilleleje. Eða frægðarmenni sem millilenti hér fyrir tíu árum á leið til Ameríku og var svo dópaður að hann hefur aldrei frétt af því. Eða bara hvern þann sem hingað kemur. Þetta hugtak er orðið svo útjaskað að við erum meira að segja hætt að nota gæsalappir kringum það. Brosum bara þreytulega þegar það ber á góma. Íslandssvinur, he he. Samt eru til raunverulegir Íslandsvinir. Samt er til fólk sem binst þjóðinni slíkum böndum að úr verður ákaft tilfinningasamband. Stundum rekst hingað, nánast eins og fyrir tilviljun, fólk sem nær slíku sambandi við íslensku þjóðina, og verður fyrir slíkum áhrifum af kynnum sínum við þessa skrýtnu þjóð við ysta haf, að hugtakið „Íslandsvinur" fær skyndilega ljóma sinn á ný. Eva Joly er ein af þeim sárafáu sem ber heitið Íslandsvinur með sæmd. Þegar mest lá við…Þegar mest lá við kom hún hingað. Grandalaus þjóð hafði verið blekkt og svívirt af glæpamönnum sem komust upp með gripdeildir sínar vegna þess að öfgamenn um eftirlitsleysi, bóluvöxt og einkavæðingu höfðu komist til valda, afnumið allt regluverk, blásið upp bóluna og afhent gripdeildarmönnunum banka og fjármálastofnanir. Hún var ekki ein. Katastrófur draga ekki bara að sér samúðarfulla hjálparstarfsmenn heldur líka hýenur og hrægamma. Af slíku liði fengum við nóg að sjá þá hörmungardaga þegar Ísland var að hrynja: skorstöðumeistara sem mættir voru til að hirða restina af verðmætunum sem gripdeildamennirnir höfðu skilið eftir og glaðværa blaðamenn sem hentu gaman að þessari vesalings þjóð í geislandi fyndnum greinum í heimspressunni sem skrifaðar voru á hótelbarnum á 101 milli viðreynslna og kokteila… Þegar mest lá við: Þegar ríkisstjórnin steig það gæfuspor að ráða Evu Joly sem sérstakan ráðgjafa hins tiltölulega nýskipaða sérstaka saksóknara hafði hún ekki aðeins fram að færa dýrmæta þekkingu á því hvernig aflandseyjapeyjarnir fela slóð sína heldur færði hún þessu unga og brothætta embætti annað sem var ekki síður mikilvægt: traust og trúverðugleika. Við sjáum þegar árangur af starfi hennar. Embætti sérstaks saksóknara hefur eflst og við höfum ástæðu til að ætla að það muni ná árangri með tíð og tíma. Árangurinn af starfi og ekki síður nærveru Evu Joly í íslensku þjóðlífi má þó ekki síst sjá í viðbrögðum þeirra sem óttast hana og þann árangur sem starf hennar kann að hafa. Nýlega vakti mikla athygli - og má skoða á youtube og sjálfsagt víðar - einræður Ingva Hrafns Jónssonar, eins helsta talsmanns Sjálfstæðisflokksins í þjóðmálum um árabil, þar sem hann er beinlínis gólandi hástöfum af hatri og heift í garð þessarar konu. Svipaðar rokur höfum við heyrt með reglulegu millibili - en gargið og ýlfrið aldrei verið sem nú. Enginn erindrekiEn allt kemur fyrir ekki: Íslendingar skynja velvild hennar og virðingu fyrir hinum venjulega Íslendingi og algjört virðingarleysi hennar fyrir valdaöflunum sem hafa átt Ísland frá því einhvers staðar í Sturlungu. Hvar í flokki sem við stöndum finnum við að hún tilheyrir engum þeirra. Hún gengur engra erinda annarra en íslensku þjóðarinnar. Þegar hún talar er hún ekki að villa um fyrir þjóðinni í þágu LÍÚ eða BÍ eða SA eða KFUM, Eimreiðarklíkunnar, Engeyjarættarinnar, Briem-aranna, Ásbirninga, Baugs, Bakkabræðra, Frímúrara, Félags íslenskra útrásarvíkinga eða hvað þetta allt saman heitir þetta lið sem stendur fyrir því frámunalega skæklatogi sem íslensk umræða er, þar sem atvinnukjaftaskar á launum reyna að spila með okkur í þágu ískaldra peningahagsmuna og valda. Nei: þegar Eva Joly talar vitum við að hún hefur hugsað málið út frá því sem hún heldur að reynist íslensku þjóðinni best. Það táknar ekki að hún sé véfréttin sjálf frá Osló: það táknar hins vegar að við getum treyst því að hún vill okkur vel og við eigum að hlusta þegar hún talar. Hlustum á Evu þegar hún hvetur ríkisstjórnina til að fara sér hægar í niðurskurði ríkisútgjalda til velferðarmála því að það verður að vera hægt að búa hér - það verður að vera gott að búa hér. Hlustum á hana þegar hún varar okkur við því að gera bráðræðissamninga við aðvífandi fyrirtæki eins og Magma samningurinn virðist vera dæmi um. Hlustum á hana þegar hún segir að við eigum heima við borðið hjá Evrópusambandinu þar sem sjálfstæðar þjóðir ráða ráðum sínum og semja um sín mál sem jafningjar.