Íslenski boltinn

Þór/KA í Meistaradeildina - FH féll með Haukum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Þór/KA tryggði sér í dag 2. sæti Pepsi-deildar kvenna með 4-0 útisigri á Afturelding er fjórir síðustu leikirnir í lokaumferð deildarinnar fóru fram í dag. Þór/KA keppir því í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð ásamt Val.

FH féll hins vegar í 1. deildina eftir að liðið tapaði fyrir botnliði Hauka, 1-0, á heimavelli.

Valur var þegar búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn en lauk mótinu með 4-1 sigri á Breiðabliki sem var í öðru sæti fyrir leiki dagsins.

Valur hlaut 45 stig og tapaði aðeins einum leik á tímabilinu. Þór/KA kom næst með 37 stig og Breiðablik lauk tímabilinu með 35 stig.

FH hefði með sigri í dag bjargað sæti sínu í deildinni en liðið hlaut fjórtán stig, tveimur minna en Afturelding. Haukar urðu neðstir með níu stig.

Stjarnan varð í fjórða sæti (32 stig), þá Fylkir (27), KR (23) og Grindavík (18) sem endaði í áttunda sæti.

Úrslit dagsins og markaskorarar:

FH - Haukar 0-1

0-1 Megan Snell (60.)

Grindavík - Fylkir 4-0

1-0 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (16.)

2-0 Shaneka Gordon (19.)

3-0 Shaneka Gordon (21.)

4-0 Shaneka Gordon (70.)

Breiðablik - Valur 1-4

0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir (8.)

0-2 Hallbera Guðný Gísladóttir, víti (19.)

0-3 Rakel Logadóttir (24.)

0-4 Málfríður Erna Sigurðardóttir (55.)

1-4 Fanndís Friðriksdóttir (70.)

Afturelding - Þór/KA 0-4

0-1 Mateja Zver (6.)

0-2 Vesna Smiljkovic (12.)

0-3 Mateja Zver (49.)

0-4 Arna Sif Ásgrímsdóttir (89.)

Upplýsingar um markaskorara frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×