Handbolti

Guðrún Ósk í stuði þegar Fylkir sló FH út úr bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Ósk Maríasdóttir.
Guðrún Ósk Maríasdóttir. Mynd/Anton
Guðrún Ósk Maríasdóttir varði 22 skot og 55 prósent þeirra skota sem á hana komu þegar Fylkir tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Eimskipsbikar kvenna með 24-20 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld.

Fylksstelpur léku án landsliðskonununnar Sunnu Jónsdóttur í leiknum en það kom ekki að sök því nafna hennar Sunna María Einarsdóttir spilaði vel og skoraði 7 mörk í leiknum.

Þetta var annar sigur Fylkis í Kaplakrika á þessu tímabili en liðið vann 28-18 sigur í deildarleik liðanna á dögunum.



FH-Fylkir 20-24 (6-11)

Mörk FH: Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 5, Steinunn Snorradóttir 4, Heiðdís Rún guðmundsdóttir 2, Hind Hannesdóttir 2, Gunnur Sveinsdóttir 2, Arnheiður Guðmundsdóttir 2, Sigrún Gilsdóttir 1, Birna Íris Helgadóttir 1, Ingibjörg Pálmadóttir 1. Varin skot: Kristina Kvedariene 12.

Mörk Fylkis: Sunna María Einarsdóttir 7, Elín Helga Jónsdóttir 5, Arna Valgerður Erlingsdóttir 5, Tinna Soffía Traustadóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 2, Áslaug Gunnarsdóttir 1. Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir 22, Áslaug Ýr Bragadóttir 3.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×