Lífið

Auddi og Sveppi blása til golfmóts

Sveppi og Auddi. MYND/365
Sveppi og Auddi. MYND/365

Auddi og Sveppi blása til golfmóts fyrir áskrifendur í Stöð 2 Vild. Mótið fer fram á Garðavelli á Akranesi, sunnudaginn 15. ágúst, og er skráning í fullum gang.

„Þetta verður mót ársins. Tiger var búinn að staðfesta komu sína þegar að hann vissi að þetta væri blandað mót en hætti við þegar að hann frétti að Sveppi væri barnastjarna," svarar Auðunn Blöndal þegar við spyrjum hann um golfmótið.

„Þá hitnaði undir R.Kelly að mæta og spila en án alls djóks að þá mega keppendur eiga von á að þurfa að skjóta undir pressu frá okkur Sveppa. Getur þú púttað með Sveppa dansandi á bumbunni fyrir framan þig og einn sköllóttan öskrandi í eyrað á þér?" segir Auðunn.

„Sigurvegarinn fær líka óvæntan glaðning frá okkur Sveppa," bætir hann við.

Allir keppendur fá glæsilegar teiggjafir, auk þess sem veitt verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum vallarins. Ekki nóg með það heldur verður dregið úr skorkortum í lok móts og boðið uppá veitingar á meðan mótinu stendur og á eftir. Veglegir vinningar eru í boði fyrir efstu sætin; flug til Evrópu með Iceland Express, flug innanlands með Flugfélagi Íslands og glæsilegar gjafakörfur frá Ölgerðinni. Mótið verður sýnt á Stöð 2 Sport.

Mótið, sem er fyrir aldurinn 13 – 20 ára, er einungis fyrir vildaráskrifendur og börn vildaráskrifenda og geta þeir skráð sig í síma 534-0201.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.