Lífið

Amiina sér um Pönk á Patró um helgina

..
..
Næstkomandi laugardag, 7. ágúst, verður Pönk á Patró haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði, í annað sinn í sumar. Dagskráin er glæsileg en það er hljómsveitin Amiina sem fetar í fótspor hljómsveitarinnar Pollapönk sem gerði góða ferð á Patreksfjörð 26. júní síðastliðinn.

Þá sló tónlistarsmiðjan í gegn og Pollapönk samdi glænýtt lag með krökkunum sem var svo frumflutt um kvöldið þegar foreldrar mættu á kvöldtónleikana. Amiina mun gera slíkt hið sama og stjórna tónlistarsmiðju en auk þess flytur hljómsveitin frumsamda tónlist sína við sígildar hreyfiklippimyndir Lotte Reiniger um þau Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Kvikmyndunum verður varpað á tjald og hljómsveitin leikur síðan undir. Heiðurinn að þessu verki eiga þær Sólrún Sumarliðadóttir, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Edda Rún Ólafsdóttir. Á eftir Amiinu mun hinn ísfirski 7oi spila en hann hefur gert það gott með frumlegu raftónlistarpoppi og gefið út nokkrar afbragðsgóðar plötur ásamt því að hafa til dæmis selt tónlist sína til Japans.

Frítt er inn á dagskrá og tónleika dagsins en 1.000 krónur kostar fyrir fullorðna á kvöldtónleikana. - ls





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.