Lífið

Magnús Scheving fær misjafna dóma fyrir The Spy Next Door

Hvað sem leiknum líður þá tekur Magnús sig þrusuvel út í slagsmálaatriðunum með Jackie Chan.
Hvað sem leiknum líður þá tekur Magnús sig þrusuvel út í slagsmálaatriðunum með Jackie Chan.
Kvikmyndin The Spy Next Door er frumsýnd hérlendis um næstu helgi. Þar leikur hasarleikarinn Jackie Chan aðalhlutverkið, njósnarann Bob Ho, en hlutverk óvinar hans, Poldark, er í höndum Magnúsar Scheving.

Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í janúar og hefur flakkað um heiminn síðan þá. Dómar um myndina skipta því hundruðum en mörgum gagnrýnendum verður tíðrætt um það hversu slöpp rússnesk erkitýpa Magnúsar er. "Scheving reynir að gera Poldark ógnvekjandi en er oftast eins og kjáni," segir gagnrýnandinn á skemmtivefnum 411mania.com meðal annars. Vilja margir meina að þetta sé leikstjóranum Brian Levine að kenna.

Aðrir eru ánægðir með leikinn og telja hann eiga vel við þar sem myndin eigi að vera hálfkjánaleg til að höfða til barna. Fjölskyldufólk er almennt ánægt með myndina en þeir sem horfa til gullaldarára Jackie Chan lýsa yfir miklum vonbrigðum.

Aðalbardagaatriði Magnúsar og Jackie Chan er hægt að skoða hér.

Frægt er þegar Magnús gerði kynningarmyndband og sendi Chan til að sannfæra hann um að Íþróttaálfurinn gæti orðið rússneskt illmenni. Hægt er að rifja það upp hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×