Vertu sæll, kæri svili Hólmfríður Helga Sigurðardóttir skrifar 2. mars 2010 06:00 Það var með trega í hjarta sem ég stóð í dyrunum heima hjá mér á sunnudaginn með hvítan vasaklút í hendi og veifaði á eftir svila mínum. Eins og svo margir aðrir er hann farinn til nýja fyrirheitna lands Íslendinga - Noregs. Þangað ætlar hann líka að hrífa ástkæra mágkonu mína með sér, þegar líða tekur á árið. Það er sjálfsvorkunn Gýpu sem veldur ógleði minni. Svili minn er nefnilega ekkert venjulega góður kokkur. Drekkhlaðið borð af framandi réttum fullkomlega framreiddum á ég ekki von á að sjá aftur fyrr en eftir nokkra mánuði. Það þykir mér miður, enda kann ég vel að meta góðan mat sem aðrir hafa fyrir að útbúa. Fleira kemur reyndar til, enda eru þau mörgum fleiri kostum búin, hjónaleysin, en að kunna að halda frábærar veislur. Til dæmis dýrka börnin í stórfjölskyldunni þau og vildu örugglega helst fá að skipta og eiga þau fyrir foreldra. Og litla systirin er límið sem heldur systkinahópnum saman. Strákarnir sem eftir verða mega hafa sig alla við að halda bræðralaginu eftir brotthvarf hennar. þetta verður sannarlega dapurlegt líf fyrir okkur sem heima höngum. Fyrir kærustuparsins hönd er mér hins vegar ekk vorkunn í huga. Hans bíður spennandi vinna, góð laun og stuttur vinnutími. Hennar sérhæft framhaldsnám sem okkar litlu háskólar hafa ekki burði til að bjóða sjálfir. Saman fá þau nú nýjar götur til að mæla, vini til að bæta í safnið, perlur til að uppgötva og vonandi bara örfáar hindranir til að sigrast á. Um daginn var ég að hlusta á einhvern þjóðmálaþáttinn í útvarpinu. Inn hringdi kona, stórhneyksluð á öllu því fé sem okkur Íslendingum dytti í hug að senda til Haítí, í kjölfar hörmunganna þar. Hvort okkur bæri nú ekki meiri skylda til að styðja við aumingja „flóttafólkið" okkar, sem neyðist til að flýja land vegna ástandsins? Mágkona mín og svili tilheyra að vísu ekki flóttahópnum, enda bæði í góðum störfum hérna heima þegar þau tóku ákvörðun um að fara. En hvað svo sem rekur fólk héðan er það móðgun við raunverulegt flóttafólk að líkja aðstæðum okkar við neyð þeirra. Upp til hópa er því fólki sem fer ekki nokkur vorkunn. Á meðan lægðin liggur yfir eigum við að þakka fyrir að eiga þess kost að komast í burtu og máta okkur við önnur lönd, í stað þess að svamla öll saman í súru súpunni og bíða eftir betri tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun
Það var með trega í hjarta sem ég stóð í dyrunum heima hjá mér á sunnudaginn með hvítan vasaklút í hendi og veifaði á eftir svila mínum. Eins og svo margir aðrir er hann farinn til nýja fyrirheitna lands Íslendinga - Noregs. Þangað ætlar hann líka að hrífa ástkæra mágkonu mína með sér, þegar líða tekur á árið. Það er sjálfsvorkunn Gýpu sem veldur ógleði minni. Svili minn er nefnilega ekkert venjulega góður kokkur. Drekkhlaðið borð af framandi réttum fullkomlega framreiddum á ég ekki von á að sjá aftur fyrr en eftir nokkra mánuði. Það þykir mér miður, enda kann ég vel að meta góðan mat sem aðrir hafa fyrir að útbúa. Fleira kemur reyndar til, enda eru þau mörgum fleiri kostum búin, hjónaleysin, en að kunna að halda frábærar veislur. Til dæmis dýrka börnin í stórfjölskyldunni þau og vildu örugglega helst fá að skipta og eiga þau fyrir foreldra. Og litla systirin er límið sem heldur systkinahópnum saman. Strákarnir sem eftir verða mega hafa sig alla við að halda bræðralaginu eftir brotthvarf hennar. þetta verður sannarlega dapurlegt líf fyrir okkur sem heima höngum. Fyrir kærustuparsins hönd er mér hins vegar ekk vorkunn í huga. Hans bíður spennandi vinna, góð laun og stuttur vinnutími. Hennar sérhæft framhaldsnám sem okkar litlu háskólar hafa ekki burði til að bjóða sjálfir. Saman fá þau nú nýjar götur til að mæla, vini til að bæta í safnið, perlur til að uppgötva og vonandi bara örfáar hindranir til að sigrast á. Um daginn var ég að hlusta á einhvern þjóðmálaþáttinn í útvarpinu. Inn hringdi kona, stórhneyksluð á öllu því fé sem okkur Íslendingum dytti í hug að senda til Haítí, í kjölfar hörmunganna þar. Hvort okkur bæri nú ekki meiri skylda til að styðja við aumingja „flóttafólkið" okkar, sem neyðist til að flýja land vegna ástandsins? Mágkona mín og svili tilheyra að vísu ekki flóttahópnum, enda bæði í góðum störfum hérna heima þegar þau tóku ákvörðun um að fara. En hvað svo sem rekur fólk héðan er það móðgun við raunverulegt flóttafólk að líkja aðstæðum okkar við neyð þeirra. Upp til hópa er því fólki sem fer ekki nokkur vorkunn. Á meðan lægðin liggur yfir eigum við að þakka fyrir að eiga þess kost að komast í burtu og máta okkur við önnur lönd, í stað þess að svamla öll saman í súru súpunni og bíða eftir betri tíð.